Um Alli

Þá er komið þetta indælis veður, sólin skín svo fallega á okkur íbúa Malmöborgar, en greinilega skín sólin líka á fólkið í Noregi.

Sá á fésabókinni að frænka mín sem að er í heimsókn þar liggur í sólbaði, og seigir hún að lýsið renni í stríðum straumum, ekki veit ég hvað hún á við, grindhoruð er hún.

En þegar að það er talað um lýsi sem að rennur, þá dettur mér í hug Alli, sem að eru eitthvað undralyf fyrir okkur sem að ekki erum grindhoruð. Þetta lyf er auglýst í tíma og ótíma á flest öllum imbakassa stöðvum, er eiginlega orðin þreytt á þessu tuði um Alli, en hvað um það.

Ein sem að ég vinn með hefur prófað Alli, og fjálglega hefur hún lýst fyrir okkur hinum sem að ekki taka inn Alli, hvernig fitan rennur niður af henni, þetta undralyf brennir fitunni, sem að við borðum(ég súkkulaði kellingin hefði haft meiri áhuga fyrir lyfi sem að brenndi sykri), og svo hefur hún sýnt okkur hinum sem að ekki tökum inn Alli, buxur sem að eru orðnar vel rúmar á henni, en sömu buxur komst hún bara í við illan leik fyrir tveimur vikum, með aðferðinni sem að flestar kellingar hafa prófað, að leggjast útaf og draga inn magann, og þvinga upp rennilásinn.

Nú er ég örugg á að Alli er til á Íslandi(og ég er ekki með prósentur af sölu), en mæli með þessum Alli pillum, fyrir þá sem að vilja grennast, hér eru Alli seldar án lyfseðils, sem að er vottur þess að þær eru hættulausar.

Og nú er kominn tími til þess að fara út í góða veðrið, þó fyrr hefði verið. Í dag er enginn letidagur, í dag er ég búin að borga alla reikninga, og á jafn lítið eftir af kaupinu mínu og ég átti alla hina mánuðina.

Ég verð greinilega að fara að gera alvöru úr þessu að ná mér í einn vell ríkan, sem að getur stutt mig á erfiðum stundum, og séð til þess að ég eignist bankabók með mörgum núllum á eftir fyrstu tölunni.

Óska öllum góðs dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 99408

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband