Og þá er kominn laugardagur

Þá er kominn laugardagur, mikið líður nú vikan fljótt þegar að ég er heima hjá mér.

Í gær skein sólin svo fallega á okkur hérna í Malmö, en um leið var hvasst, það hvasst að blóm tókst í loft upp hérna inni hjá mér,og féll niður á gólfið með miklum hávaða, og auðvitað brotnaði potturinn, mér til mikils harms, þetta var fallegasti potturinn minn, með sorg í hjarta sópaði ég upp glerbrotunum, sem að fóru auðvitað beint í ruslið.

 Þarna hefndist mér fyrir að vera að glenna upp alla glugga.

Í gær átti að reisa upp tjald fyrir garðpartýið okkar, en það var svo mikið rok að þau tjaldreisufólkið gáfust upp, og verður tjaldinu skellt upp í dag.

Klukkan fimm koma gestir okkar, og verður boðið uppá bollu, með bollunni verður boðið uppá saltpinna.

Og eftir að fólk hefur styrkt sig með bollu og saltpinnum, þá kemur aðalmaturinn, síld(man ekki hvað margar sortir) nýjar kartöflur, kjötbollur(þessar pínulitlu) og prinsa pulsur(sem að eru líka pínulitlar), eftirrétturinn verður jarðarber með rjóma.

Maturinn er eins sænskur og hann getur verið, og verður honum skolað niður með bjór og viðeigandi snöfsum. Ég hellti mínum heimatilbúna snafs í gegn um síu í gær, til að losna við grasmylsnuna. Liturinn er frábær, og ég smakkaði aðeins á framleiðslunni, og vægt til orða tekið, þá stóð ég á öndinni. Þetta er greinilega orðinn mikill kjarnorkudrykkur, sem að bætir, lagar og kætir.

Seinna um kvöldið er oftast sungið, og það eru engir sænskir þjóðsöngvar, oftast eru það svolítið tvíræðar vísur, sem að einn gesturinn okkar er með endalausan lager af. Og prentar hann út smáhefti fyrir hvern og einn, og er þá hægt að fela andlitið með heftinu, þegar að söngvarnir verða of djarfir.

Í fyrra tóku eitt parið dansspor í grasinu, og gekk það furðuvel, þrátt fyrir háa hæla og mikið af fljótandi í kroppnum, þannig að við spilum létta músík í kvöld, svona á milli þess sem að við sjálf höldum uppi músíkinni með vísnasöng okkar.

Læt þetta gott heita, óska öllum góðrar helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða helgi líka

Jónína Dúadóttir, 2.7.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 99407

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband