Hann sem að stelur súpupakka í Bónus, fær nafnið sitt birt í blöðum............

Ætla loksins að láta verða af því að blogga, láta ljós mitt skína, eftir annasama, erfiða viku, og endalausar ferðir á milli Svíþjóðar og Þýskalands.

Ég er búin að glugga í helstu fréttir í Mogganum, og svo auðvitað DV, oftast eru fréttirnar hjá DV meira krassandi en Moggafréttirnar, enda tvö ólík blöð.

Ég get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart að einhver hafi tekið uppá því að hóta bankastjóra Kaupþings, það mikill hiti er í fólki. Og margir sitja eftir með sárt ennið, eftir að hafa þurft að steypa sér í stórar skuldir, vegna okurverðs á húsnæði, og eiga erfitt með að standa í skilum í dag, og um leið er verið að tala um brot af miljörðum sem að þeir ríku vilja borga til baka af lánum sínum. Nú ætla ég ekki að skrifa meira um þetta, er alltof illa að mér í þessum málum.

Ég get með sanni sagt, að með sorg í hjarta las ég um konuna sem að þurfti að búa við barsmíðar og kynferðislegt ofbeldi frá sambýlismanni sínum. Um leið tók hann myndir af afreksverkum sínum, svona til þess að geta horft á seinna, og rifjað upp gamlar endurminningar.

Um leið er aumingja konan látin vera með öðrum mönnum, og auðvitað voru samviskusamlega teknar myndir af því.

Hvað héldu þessir menn sem að tóku þátt í þessum viðbjóði, að væri að ske, voru allir blindir fyrir því hvernig konan var á sig komin, datt engum í hug að hún væri neydd til þess að gera þessa hluti. Eða skipti það engu máli, bara að þeir fengju að nota hana, illa á sig komna.

Og svo fær kappinn átta ár í fangelsi, kannski verður honum sleppt fyrr út, ef að hann hegðar sér vel.

En konan er trúlega komin í ævilangt fangelsi, tilfinningalega.

Ef að einhverjum manni verður á að stela sér til matar í búðum, þá er hann kallaður síafbrotamaður, og um leið er nafn hans birt í blöðunum, þá er ekki tekið tillit til barna eða ættingja. En kynferðisglæpamenn geta farið huldu höfði, af tillitssemi við ættingja og fórnardýr. En ég held að þeir sem að hafa orðið fyrir barðinu á þessum óþokkum, vilji að almenningur fái að vita hverjir það eru sem að hafa framið þessi afbrot, enda enginn sem að dæmir þá sem að hafa lent klónum á þeim.

Er þetta rétt, er ekki betra að vita hverjir misþyrma og nauðga, en að vita nafnið á þeim sem að stelur sér súpupakka í Bónus.

Nú slæ ég botninn í þessar hugleiðingar mínar, en óska öllum góðs dags.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst meiri ástæða til að óttast og vera á varðbergi gagnvart ofbeldismanni en smáþjófi...

Eigðu góðan dag elskuleg

Jónína Dúadóttir, 9.7.2009 kl. 08:51

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Heiður í stórum dráttum,ég er sammála þér varðandi Bónus,mér er nú sléttsama hvað viðkomandi heitir og hreint út sagt hneykslalegt að birta nöfn þeirra ógæfusömu sem ekki eiga fyrir mat,en að birta ekki nöfn og myndir af þessum ofbeldismönnum sem nauðga og berja og mynda konur,það er hneyksli,en kannski þorir yfirvaldið ekki að birta þær myndir.???hver veit.??en þetta er stór umhugsunar efni og góður pistill hjá þér,en nú ætla ég að reyna að hugsa jákvætt í sólinn og bið góðar kveðjur til þín.kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 9.7.2009 kl. 08:59

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þarna erum við sammála Jónína mín, eins og oftast

Jóhannes, þakka þér fyrir innlitið, og falleg orð, óska þér alls góðs "kóngur þjóðveganna"

Heiður Helgadóttir, 12.7.2009 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband