Færsluflokkur: Bloggar

Smá blogg á föstudagsmorgni

Jæja kominn tími á smá blogg. Ég er búin að liggja helsjúk í rúminu í heila tvo daga, trúlega þessi bansetta inflúensa, ég hef sofið og horft á sjónvarpið, og um leið vorkennt sjálfri mér, þar sem að það er enginn annar sem að gerir það.

Tek sem dæmi, þegar að fólk hringir til mín og ég svara með veiklulegri rödd minni, þá hefur enginn áhuga fyrir inflúensunni minni, fólk lætur móðan mása um ómerkilega hluti eins og kreppu og jólagjafir, í stað þess að ræða um veikindi mín, mér finnst nú að það sé nú hægt að forvitnast um hversu margar verkjatöflur ég sé búin að taka inn undanfarna tvo daga, eins hvort að ég drekki mikið vatn, og ekki hefði nú skaðað ef að einhver hefði viljað vita hvort ég væri búin að svitna mikið.

Nei fólk er hætt að taka tillit til hvors annars. En vegna þessarar pestar minnar þurfti ég að fresta Spánarferð minni fram á þriðjudag, átti annars að öllu forfallalausu að fara í fyrramálið.

Ég átti afmæli fyrir nokkrum dögum, og héldu vinnufélagar mínir vel uppá það, puntuðu baðherbergið mitt með borðum, blómum og vínflöskum, ég fékk minni háttar sjokk þegar að ég opnaði baðherbergishurðina um morguninn, og á klósettinu var flottur jólapúði, ekki veit ég hvort að þeim fannst ég vera orðin svo hrum að ég þyrfti eitthvað mjúkt til að setjast á þegar að ég er búin í sturtunni á morgnana. En þetta var ósköp sætt af þeim, og var gert í skjóli næturinnar við mikið fliss, og um leið hræðslu um að kellingin vaknaði mitt í öllu saman og kæmi skjögrandi inn á klósettið. Við erum nefnilega sí pissandi á ferjunni, og viljum kenna mikilli vatnsdrykkju og titringinum um.

Læt þetta gott heita í bili.


Þvílíkur viðbjóður

Þetta er til háborinnar skammar, maðurinn misnotar sér fötlun stúlkunnar, og fær 18 mánaða fangelsi, hann hefði átt að fá lífstíðar dóm, og mynd af sér í öllum blöðum, svo að fólk gæti forðast hann.

 


mbl.is 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki veit ég hvort að þessi dómur...........

Ekki veit ég hvort að þessi dómur kom mér á óvart. Það er hefur alltaf verið gerður mikill munur á honum Jóni og Séra Jóni.

 Venjulegi Jóninn hefði verið talinn vera dónakall, en Sérann er bara yfirfullur af straumum, er svona að velta fyrir mér hverskonar straumar það voru, voru það helgir straumar sem að þjáðu hann.

Um leið á ég erfitt með að trúa því að unglingsstúlkur hafi verið að gera úlfalda úr mýflugu í þessum kærum, ég held ekki, þeim hefur þótt þetta vera bæði óþægilegt og pínusamt, að presturinn lét svona við þær, enda óskaplega ósmekklegt af presti að haga sér svona við óharðnaða unglinga.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún vissi hvað hún söng

Hún vissi hvað hún söng sú gamla. Karlmannsleysi hefur aldrei drepið neinn, og hófleg drykkja er nú bara góð fyrir heilsuna, ég man eftir viðtali við gamlan mann, hann var farin að nálgast 100 árin, og þakkaði sínum háa aldri og góðu heilsu því, að hann fékk sér matskeið af koníaki á hverjum deigi. Ekki man ég hvort að hann hafði nokkurn tíma átt konu, ef svo var þá var hún löngu dáin, enda hafði hún þá hvorki verið karlmannslaus, eða fengið að smakka á koníakinu.


mbl.is Þakkaði langlífið koníaki og skírlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær fyrrverandi forseti

Þarna sagði Vigdís sönn og rétt orð. Ég var alltaf stolt af þessari fallegu konu þegar að hún var forsetinn okkar. Betri þjóðarkynningu en hana gátum við íslendingar ekki fengið á sínum tíma.

Ég sem að er búsett erlendis varð oft vör við að fólki fannst mikið til þess koma, að kona væri forseti í litla landinu okkar, margir mundu nafnið hennar, þó sérlega karlmennirnir, en það var vegna þess að þeim fannst hún vera svo hugguleg, og hún var allstaðar erlendis til mikils sóma fyrir landið okkar.  


mbl.is „ Særandi að vera sakaður um glannalegar athafnir “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lét sig hverfa með 12 milljarða

Mér svona datt í hug hvort að hann væri búinn að vera á námskeiði hjá löndum mínum.
mbl.is Danskur forstjóri stakk af með 12 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vargastefna..............................

Ja hérna, mikið gengur á í litlu Reykjavík, ekki veit ég hvað mér finnst um þetta allt saman, en var konan að tala í alvöru, var ekki þetta eitthvað leikatriði hjá henni. Annars er gott að fólk lætur í ljósi vanþóknun sína á ástandinu.
mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki veitir vist af

Ég hef nú grun um að þetta eigi eftir að koma sér vel, margir eru búnir að missa vinnuna, eða eru að fara að missa vinnuna, og örugglega er ekki létt að tóra af mögrum atvinnuleysisbætum, svo að ég minnist ekki á öryrkjana sem að höfðu það nógu erfitt fyrir kreppuna, að láta styrkinn duga fyrir mat og húsnæði. Og svo er allt heimilislausa fólkið, sá hópur á trúlega eftir að stækka í vetur.


mbl.is Söfnun í Vesturheimi til styrktar Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um börn

1527Ég skemmti mér alltaf jafn vel þegar að ég les hvað börn skrifa, börn seigja alltaf sannleikann, það gera nú fyllibytturnar líka, en það er önnur saga.

KÆRI GUÐ!

ÉG FÉKK KJÖTBOLLUR Í HÁDEGINU, HVAÐ FÉKKST ÞÚ.

KÆR KVEÐJA
ANNA MARÍA

=========================================

KÆRI GUÐ!

ÉG ELSKA ÞIG GUÐ. Í REIKNINGSTÍMANUM KOM INN HUNDUR. KRISTINA

================================================

KÆRI GUÐ!

HVAÐAN KEMUR ALLT FÓLK, ÉG VONA AÐ ÞÚ GETIR ÚTSKÝRT ÞAÐ BETUR EN PABBI:
VALTER

============================================

cookies

KÆRI GUÐ!

AFHVERFU STENDUR EKKI FRÚ GUÐ Í BIBLÍUNNI. VARSTU EKKI GIFTUR ÞEGAR AÐ ÞÚ SKRIFAÐIR BIBLÍUNA.

LARRY

=========================

KÆRI GUÐ!

ÉG ER BÚIN AÐ LESA ALLA BIBLÍUNA, OG FANNST HÚN GÓÐ, ERTU BÚINN AÐ SKRIFA FLEIRI BÆKUR.

ALICE
===================================

KÆRI GUÐ

EF AÐ ÞÚ VILLT EKKI AÐ FÓLK BLÓTI, AVHVERJU VARSTU ÞÁ AÐ BÚA TIL BLÓTSYRÐIgod-robert

====================

KÆRI GUÐ!

REIKNAÐU MEÐ MÉR. ÞINN VINUR HUBBI
========================

Fyrir fjölda mörgum árum var ég að fara í göngutúr með systur minni og tveimur börnum hennar. Fyrir utan húsið heima hjá henni stoppar leigubíll, út úr leigubílnum veltur bifvélavirkinn á fyrstu hæðinni svo fullur að ég hef sjaldan séð annað eins, hann hreinlega valt um götuna og átti erfitt með að komast á fætur. Systir mín hnussaði og sagði eitthvað á þessa leið "að sjá þennan viðbjóð, mígandi fullur um miðjan dag", en þá gall í fjögra ára stelpunni hennar, "hann er ekki fullur mamma", "hvernig veistu það" seigir systir mín, "ég spurði hann" svaraði sú fjögra ára, "og hann sagði nei".

Slæ botninn í þessa barnaspeki mína.


Fyllibytta á Austurvelli

Þetta var stórfengleg frétt, fyllibytta girðir niður um sig og gerir stykkin sín á Austurvelli. Var hann ekki bara að mótmæla kreppunni með þessu atferli sínu, hann hreinlega skeit á alla vitleysuna heima.


mbl.is Gekk örna sinna í runna á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband