Færsluflokkur: Bækur

Athyglisvert er að........................................

Athyglisvert er að þrír þekktir erlendir afbrotamenn biðu eftir konunni á Keflavíkur flugstöðinni.

Merkilegt er að á sama tíma sem að Íslendingar flýja land sökum erfiðs ástands, þá er erlenda glæpaliðið eftir, og virðist una hag sínum vel í kreppunni.

Um leið er ég að velta fyrir mér, af hverju þurfti konan að koma undir fölsku nafni, er ekki eitthvað bogið við það.

Þetta er undarlegt mál, og verst er að það virðist vera, sem að alls kyns óvelkomið lið sækir í að komast til Íslands, og væri fróðlegt að vita ástæðuna fyrir því.


mbl.is Ekki vitað hvar konan er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara um hitt og þetta

Ég ætla bara að rabba um hitt og þetta, er ekkert að blanda mér í stjórnmálin heima, hef ekkert vit á þeim málum.

Verð samt að viðurkenna að ég varð steinhissa þegar að ég las að hann Davíð væri kominn til Moggans, og ónefnd kona hringdi í mig og sagðist ætla að seigja upp áskrift sinni hjá Morgunblaðinu, og nú væri Fréttablaðið komið með jafn mikið af minningargreinum, og þá engin ástæða til að halda tryggð við Moggann og Davíð.

Mér varð á að rölta út í Mollið okkar, erindið var nú að kaupa stækkunargler, ég nota auðvitað allskonar gleraugu, bæði alvöru gleraugu og líka þessi ódýru sem að eru alveg ágæt í flestum tilvikum, nema þegar að ég ætla að reyna að sjá hvað takkarnir á myndavélinni minni þýða.

 Nú eftir mikið rölt í búðunum, þá tókst mér að finna eina búð sem að seldu stækkunargler, ekki nóg með það, ég get líka notað stækkunarglerið sem vasaljós, fékk batterí með, get þá athugað takkana á myndavélinni minni í kolsvarta myrkri, að tala um að slá tvær flugur í einu höggi.

Í gleði minni yfir stækkunarglerinu, sem að er líka vasaljós, ákvað ég að gera smá innkaup í matarbúðinni.

Þar gerði ég þessi frábæru kaup, eftir að hafa hent kaffi og klósettpappir í körfuna hjá mér, þá rekst ég á flotta plastbauka, einn var í laginu eins og hvítlaukur, einn var eins og venjulegur laukur, og svo var einn eins og sítróna.

Mér sýndist standa á verðmiðanum að allir ættu að kosta þrjátíu krónur, ég hefði átt að taka upp stækkunarglerið, en þegar að ég kom að kassanum, þá kostaði hver baukur þrjátíu krónur, en auðvitað lét ég það ekkert á mig fá, og keypti alla þrjá.

Og núna er hvítlaukurinn minn kominn í baukinn sinn, laukurinn er í sínum bauk. Því miður átti ég bara hálfa sítrónu, en þessi hálfa sítróna er líka kominn í fagur gulan sítrónubauk.

Á milli þess sem að ég baka kanilsnúða, eða rúlla kjötbollur, þá er ég að hreinsa til í skápum og skúffum eina ferðina enn. Það er ótrúlegt hvað safnast að manni. En núna fær Hjálpræðisherinn ekkert frá mér, núna tek ég myndir af öllu,og set inná netið, því að núna vil ég fá peninga fyrir fötin mín.

Ég las um í morgunblaðinu okkar, að á sama stað sem að ég sel mitt hafurtask, þar voru seldir gamlir útgengnir táfýlu skór, sem að Christer Pettersson sem að var gruaður um morðið á Palme, hafði gengið í, fyrir sjö þúsund sænskar krónur.

Nú læt ég þetta gott heita, óska öllum góðs dags.


Snúðabakstur

Ég sé að margir skrifa um mat hérna. Ég ætla að skrifa smávegis um bakstur, en eins og allir vita, þá þarf sérstaka hæfileika til þess að baka vel útlítandi kökur, sem að eru um leið bragðgóðar.

Ég er búin að uppgötva að ég er bara með þeim betri í snúða bakstri. Ég held að fáir hafi séð fallegri snúða, en þá sem að ég bakaði í dag.

Ég fór eftir Amerískri uppskrift, og eins og að þið vitið þá er nú allt svo stórt í Ameríkunni, snúðarnir mínir urðu líka stórir, lyftu sér eftir kúnstarinnar reglum, og ilmuðu eins og snúðarnir í Ameríkunni.

Ég nenni ekki að taka myndir af snúðunum, en geri það næst, og spái því að flestir fái vatn í munninn við þá sjón.

Mikið annað hef ég ekki afrekað, enda er ég nýkomin heim, eftir annasama viku, og frekar leiðinlegt veður.

Auðvitað er haustið komið til okkar hérna í Malmö, en í dag var góður haustdagur, sól öðru hvoru, og  fallegu haust litirnir eru farnir að koma fram á trjám og öðrum gróðri.

Ég læt þetta gott heita(óttalegt röfl er þetta í kerlingunni) hugsið þið. En þar sem að enginn annar hrósar mér, þá verð ég að gera það sjálf.

Óska öllum góðrar nætur.


Annasamir dagar í Malmö

Í dag er þetta fína haustveður, í gær var sama veður. Það er sól og frekar hlýtt á daginn, svo verður nokkuð kalt á nóttinni.

Ég hef verið dugleg þessa frívikuna, þó svo að ég seigi sjálf frá, eins gott að ég láti fólk vita af þessum dugnaði mínum, hef á tilfinningunni að flestir sem að þekkja mig, haldi að ég liggi bara í leti hérna heima í litla húsinu okkar.

Á miðvikudaginn bakaði ég, og árangurinn varð frábær, en ég bakaði  kanelsnúða sem að urðu svo góðir að þeir hreinlega bráðnuðu í munninum á þeim sem að fengu að smakka þá.

 Hans á fyrstu hæðinni, sem að gerði lítið úr fyrri bakstur minn af kanelsnúðum hélt að ég hefði keypt snúðana, og leit á mig með virðingarsvip þegar að ég útskýrði fyrir honum að ég hefði nú hnoðað deigið sjálf.

Ég bakaði líka brauð, svo kallað, en það eru snúðar fylltir með mjúkosti, þessir frábæru snúðar eru borðaðir með hvítlauksolíu, sem að ég bý til sjálf(hvað annað) ég pressa hvítlauk í olíu, set salt og pipar og smá ögn af Sambal Olek. Þetta er gott með snúðunum, og flest öllu brauði og grænmeti.

Í gær bjó ég til kjötbollur, pínulitlar eins og að þið kaupið í Ikea, nema að mínar urðu náttúrlega mikið betri en þeirra kjötbollur, sem að ég hef grun um að pínulitlir Kínverjar eða Tælendingar rúlli á akkorði .

 En í gær prófaði ég að setja Kornflex í kjötbollurnar, í staðinn fyrir rasp, og árangurinn varð það góður, að ég hér eftir set bara Kornflex í mínar kjötbollur og hananú.

Ekki veit ég hvað ég á eftir að afreka í dag, annað en að langur göngutúr í fallega haust veðrinu er næst á dagskrá hjá mér.

Óska öllum góðs dags.

 


Mig vantar engar fokking nærbuxur, eða hrukkukrem

Jæja þá er ég komin heim í rólegheitin, eftir stress og lítinn svefn úti á sjó.

Það er ekki mikið sem að truflar mig hérna í litla húsinu okkar, nema síminn, sem að hringir óspart, og eru það mest fólk sem að er að reyna að plata mig til að kaupa allskyns óþarfa.

Í gær hringdi ung stúlka(eftir röddinni að dæma)og spurði hvort að ég vildi ekki fá sendar nærbuxur, þær fyrstu áttu að vera gjöf til mín, svo átti ég að kaupa nokkur pör fyrir afar hagstætt verð. Nú vil ég ekki fá neinar fokking nærbuxur, og ég er með allar skúffur fullar af nærbuxum, og ég vel út mínar nærbuxur sjálf og hananú.

Ein hringdi og vildi senda mér smá túpu af hrukkukremi, svo gat ég pantað stóra túpu eftir að hafa prófað innihald litlu túpunnar. Hvernig gat hún vitað að ég þyrfti hrukkukrem, er leitað að kellingum á vissum viðkvæmum öldrum og þær gabbaðar til þess að kaupa vasilín í flottum umbúðum. Ég þakkaði ekki einu sinni fyrir boðið, ég sagðist ekki vera með eina einustu hrukku í mínu fagra smetti, og lagði á, já, já smálygar eru ekki saknæmar.

Og svo hringdi hann frá rafmagnsveitunni, hann heilsaði eins og að við værum nánir vinir, sem að drykkjum kaffi saman á hverjum deigi, en þá var ég búin að fá nóg af þessu fólki, og vildi alls ekki taka þátt í samtalinu um rafmagnsreikningana mína.

En svona fyrir utan það að vera pirruð út í þessi grey sem að reyna að auðgast á því að selja okkur alls kyns drasl, þá er lífið bara nokkuð gott. Úti skín sólin, og ætla ég að fara út í langan göngutúr, óska öllum góðs dags.


Hef ekki bloggað lengi, en nú er komið haust......................................

Ég hef ekki bloggað vikum saman, og verið löt við að lesa blogg hjá mínum kæru bloggvinum, hef eiginlega ekki lesið Moggann undanfarnar vikur, nema þá helstu fréttir og fasteigna auglýsingarnar.

Nú er haustið komið til okkar hérna á Skáni, mikið rok er hjá okkur, og þegar að ég var úti í gönguferð í dag, þá þakkaði ég mínum sæla fyrir að vera ekki lauflétt, annars hefði ég tekist á loft upp, og fokið eitthvað út í buskann. Svo að það er nú gott að vera soldið búttuð öðru hvoru, nema þegar að manni dettur í hug að máta föt.

Mér varð á að þvælast inn í Mollið, varð að hvíla mína lúnu fætur, og þá er tilvalið að labba um í rólegheitum í fatabúðunum, og svo er hægt að setjast niður öðru hvoru, yfirleitt eru stólar fyrir utan prófklefana, og þar sat ég dauðpirruð á sjálfri mér og yfirviktinni, því að ég líktist mest litlum fíl í öllu sem að ég mátaði, og ekki nóg með það, ég tók eftir því að ég var grænleit í framan í sumum speglunum, og er ég að velta fyrir mér hvort að ég eigi að hafa samband við búðareigendur, og benda þeim á hvað það sé áríðandi að vera með góða spegla, helst svona sem að fegra viðskiptavinina, og jafnvel geri þá grennri en þeir eru. Ég er örugg á því að salan myndi aukast.

Nú læt ég þetta gott heita, óska öllum góðs kvölds.

 


Mikil leti hefur kvalið mig..............................................................

Mikil leti hefur kvalið mig undanfarnar vikur, ég hef ekki bloggað, ég hef ekki nennt að lesa blogg hjá öðrum, rétt litið inná fésabókina, og þá til þess að gera alls konar hálf kjánalegar þrautir, og komist að þeirri niðurstöðu að ég er ekki eins sniðug og ég hélt, nema að það sé ekkert að marka þessa fésabók(er náttúrlega örugg á því að fésabókin getur ekki reiknað rétt út mínar gáfur).

Sólin er búin að hlýja okkur vel undanfarna daga, það liggur við að það sé búið að vera of heitt, en ég hef unað mér vel í hitanum, og legið flesta daga úti í garðinum, fáklædd og vel smurð með sólarvarnarkremum. Ég er auðvitað orðin kaffibrún, og afar freknótt, en í dag er mér sama um freknurnar, það var verra að lifa með þær þegar að ég var yngri.

Eiginlega er ég búin að vera eins og hann Palli sem að varð einn í heiminum, þessa vikuna sem að ég er búin að vera heima. Gunnel á fyrstu hæðinni er á endalausu kallafari, hún kemur heim öðru hvoru til þess að ná í hrein föt, og líta eftir póstinum, reyndar dró hún upp nokkra vel vaxna arfa í gær, og varpaði ég öndinni léttara þegar að ég sá það(var orðin dauðhrædd um að þurfa sjálf að fara að eltast við arfann) Hans vökvar blómin með hangandi hendi, honum líður illa þessa dagana, enginn drekkur kaffi með honum á morgnana, enginn smyr brauðið hans, engin grillar með honum á kvöldin, enginn slær í borðið með honum og blótar útlendingum sem að tröllríða landinu, því að hún sem að tók þátt í þessu með honum smyr núna brauðið fyrir annan mann og á öðrum stað.

Ég legg á stað í vinnuferð á morgun, og óska öllum góðrar viku.


Sólin er í malmö í dag

Loksins komin heim, eftir annasama viku úti á sjó. Það eru sumarfrí í mörgum löndum, og velja margir að fara í húsbílum um Evrópu, og byrja ferðina á því að fara með okkur yfir til Þýskalands, eða frá Þýskalandi til Svíþjóðar.

Þjóðverjarnir eyða gjarnan sínu fríi í Svíþjóð, ódýrt fyrir þá, enda fá þeir margar krónur fyrir evrurnar sínar.

Og Pólverjarnir eru okkur tryggir, þeir eru ennþá að vinna í Noregi, og koma með þykka bunka af seðlum inn í búðina okkar, og kaupa dýrustu og fínustu ilmvötnin handa henni, sem að býður heima, og óhemju mikið súkkulaði handa börnunum.

Íslendingar fara öðru hvoru með okkur, ég gef mig sjaldan á tal við þá, en átti samt skemmtilegt samtal við einn myndarlegan landa sem að er búsettur í Noregi, og var á ferð með vinum sínum.

Ekki var eins gaman að hitta íslensku konuna sem að setti upp þóttasvip, þegar að hún borgaði með kortinu sínu, og mér varð á að lesa upp nafnið hennar(vil ekki skrifa það), og reif af mér kortið, og strunsaði í burtu. Samt var ég nýþvegin og hafði vandað mig við greiðsluna, hélt hún að ég vildi koma í kaffi til hennar.

 En litli drengurinn hennar stoppaði og brosti til mín, hann kunni sig betur en mamman.

Ég er stundum að velta fyrir mér hvort að það sé æskilegt fyrir hjónabönd að fara í húsvagna og húsbíla sumarfrí, fer ekki fólk á tauginni að kúldrast í pínulitlum húsvagni eða húsbíl í fleiri vikur, oftast eru þetta fimm manns, pabbi, mamma og þrjú börn.

Og svo þarf fjölskyldan að vera saman daga sem nætur í fleiri vikur, þetta fólk sem annars hittist bara á kvöldin og um helgar, og hefur þá ekki tíma til þess að verða pirruð út í hvort annað.

Það kæmi mér ekki á óvart þó svo að margir skilnaðir yrðu eftir húsvagna og húsbíla sumarfrí.

Slæ botninn í þetta, enda komið gott veður hérna hjá okkur í Malmö, í gær var óttalega grátt og rigning, en í dag skín sólin.

 

 

 


Hahaha....................................................................

Eru ekki allar hænurnar heima hjá þessu fólki.

Þetta er það mikil vitleysa, að mér kemur mest á óvart að þetta þyki fréttnæmt.

 


mbl.is Í mál við töfraanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá húsinu mínu......................................

Í dag er gott veður, reyndar var veðurspákallinn í morgunsjónvarpinu eitthvað að dylgja um smá skúra, en eins og að allir vita, þá er sjaldan hægt að taka mark á þessu veðurfólki.

Hér í litla húsinu mínu gengur á ýmsu. Eins og að ég hef sagt frá í eldri bloggum, þá eru sex íbúðir í húsinu mínu, og við sem að búum í  fimm íbúðum erum einhleyp, flest öll höfum við verið gift einhvertíma, og í sambúðum, en eigum það öll sameiginlegt að okkur finnst svo ljómandi gott að geta ráðið okkur sjálf, þið vitið þetta, að þurfa ekki að taka tillit, og að vera með matinn tilbúinn á slaginu sjö.

Eða ég hélt að við værum sammála í þessum málum, en hvað manni getur skjátlast. Nú er Gunnel garðyrkjukona komin á bullandi kallafar, ekkill sem að er vinur vina þeirra, kom auga á dömuna í kaffiboði hjá góðum vinum, og linnti ekki látum fyrr en að honum tókst að fá stefnumót. Svo að núna er ekki talað um garðrækt lengur, nú tölum við Gunnel um sexí undirföt, og vorum við sammála um svona glansandi með blúndum, og fer hún í bæjarferð í dag, ég fæ að sjá árangurinn í kvöld.

Ég er ósköp ánægð með þetta, en hef samt áhyggjur af garðinum okkar, því að það er ekki hægt að anna bæði köllum og ógresi á sama tíma, eða.

Kristján fuglaskoðunarmaður leynir líka á sér, hann er kominn með kærustu. Greinilega var hann ekki alltaf að skoða fugla um helgar, eins og að við hérna í húsinu héldum. Allt í einu birtist hann með þéttvaxna konu sér við hlið, og Hans vissi uppá hár, hvenær sú þétta fór að gista hérna í íbúðinni við hliðina á mér.

Svo að það eru miklar breytingar hérna í húsinu mínu, en sem betur fer eru þær jákvæðar, og er gaman að sjá þetta góða fólk svona hamingjusamt. Ég verð nú samt að viðurkenna, að ég vona að þetta ástarvesen á þeim, verði ekki til þess að þau fari að flytja frá húsinu okkar, ég vil alls ekki missa þau frá mér.

Óska öllum góðs dags.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband