Komin heim

Ég skrifa þetta í vinnunni, kom heim með eina tösku, pakkaði í aðra tösku, og fór eiginlega beint í vinnuna.

Átti samt eitt kvöld heima, og þá las ég öll jólakortin mín, og sá mér til mikillar gleði, að ég hafði ekki gleymt neinum, þegar að ég skrifaði mín, aftur á móti höfðu nokkrir gleymt mér, þessi blessaða fjölskylda mín heldur að ég vilji ekki fá jólakort þegar að ég er ekki heima yfir jólin, nema að þau séu farin að spara, það er jú kreppa.

Hér í vinnunni hjá mér erum við farin að sjá mikinn samdrátt, við höfum alltaf haft einhver ósköp af vörubílum með okkur, þessa dagana höfum við afar fáa, útlitið er ekki gott, verið er að breyta ferðum okkar, við eigum að liggja nokkra tíma á nóttunni, þetta hefur ekki skeð í manna minnum, og því miður erum við farin að óttast uppsagnir.

En hvað um það, í gær kom snjór, ekki það mikill að jörðin yrði hvít, en það er kalt, það er vetur í Svíaríki.

Ég kvaddi Spán og tengdadóttur mína með sorg í hjarta, hún og vinkona hennar drifu mig út á dansstað síðasta kvöldið, mér var komið á óvart með þessu, sat bara heima í gallabuxum og strigaskóm, búin að pakka betri fötunum niður í tösku, þá komu þær vinkonurnar og heimtuðu að fara út með kellinguna, og kellingin fór bara út eins og hún stóð, og áttum við skemmtilegt kvöld saman, mikið hlegið og mikið dansað, og það er enginn vandi að dansa í strigaskóm, svona ef að þið hélduð það.

Ég óska öllum góðs og skemmtilegs dags, hér í vinnunni finnum við lítið fyrir því að það sé öðruvísi dagur, en á morgun förum við heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Velkomin heim og ég vona að þið haldið öll vinnunni

Jónína Dúadóttir, 6.1.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Takk fyrir það besta vinkona.

Heiður Helgadóttir, 6.1.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 99436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband