Færsluflokkur: Bloggar

Smá rabb fyrir nóttina

Ég vil enn einu sinni þakka fyrir öll þau ótal faðmlög sem að ég hef fengið, og vil í eitt skipti fyrir öll faðma ykkur öll sömum vel og lengi.

Síðan fáið þið engin faðmlög frá mér fyrr en um jólaleitið.

Eftir mikið bæjarrölt með vinkonu minni er ég búin að dunda mér við lestur blaða á netinu, hvað myndi ég gera netlaus, öll mín viska kemur meira og minna frá netinu, ég þarf ekki að kaupa dagblöð, ég les þau á netinu.

Verst er nú að geta ekki lesið viðtalið við hana Dorrit, ég get bara lesið net Moggann, er ekki áskrifandi, ég hefði viljað vita hvort að hún tekur inn lýsi, hvort að hún fær sér hákarl öðru hvoru, og eins hvort að hún bakar stundum pönnsur handa honum Ólafi sínum.

Miklar og mikilvægar fréttir berast af henni Madonnu, hún hefur ekki gert "hittið"  með kallinum sínum í 18 mánuði, hefur hún kannski gert "hittið" með einhverjum öðrum kalli, eða kellingu, var hún ekki að kyssa hana Britney á einhverri skemmtun fyrir stuttu, ég meina hana Britney sem að rakar sig ekki undir höndunum. 

Svolítið gaman er að lesa um fegurðardrottninguna sem að er í Búlgaríu, á nokkrum vikum er hún orðin fræg í því gamla kommúnistalandi, ég var í Búlgaríu fyrir fjölda mörgum árum, þá varð uppi fótur og fit í einu búðinni í bænum, en það kom ný sending af gúmmískóm í öllum stærðum.

Ég hafði með mér, mikið tyggjó í Búlgaríu, ég gaf einum manni á hótelinu þar sem að við bjuggum, nokkra tyggjópakka, hann féll næstum því á hné og bað mín á staðnum, taldi mig vera kapítalista sem að hafði efni á svona miklu tyggjói.

Óska ykkur góðrar nætur kæru vinir.


Hetjurnar ekki lengur hetjur

Í gær spjallaði ég lengi við vinkonu mína, og auðvitað var minnst á ástandið heima á Íslandi.

Sonur þessarar konu er flugmaður, og flýgur út um allan heim, samstarfsmenn hans eru margir hverjir Íslenskir flugmenn sem að tala um ástandið og flottræfilsháttinn heima.

Einn hafði sagt frá 25 einkaþotum sem að voru í eigu nýríkra Íslendinga, og stóðu tilbúnar á vellinum, svona ef að eigendurnir vildu skreppa í kvöldmat fyrir utan landsteinana.

Mér dettur í hug hann Ingvar í Ikea, ekki er hann frægur fyrir einkaþoturnar sínar, hann lét sig hafa það að ferðast eins og venjulegur Svensson, hann sat með öllum hinum, enginn Saga klassi þar.


mbl.is Ást á milljarðamæringum kulnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudags hugleiðingar

Sunnudagsmorgunn í Malmö, nei fyrirgefið, það er komið hádeigi, og ég sit ennþá í náttfötunum, með hlunkinn minn góða, og nýt þess að drekka Arvids kaffi.

Ég er búin að lesa helstu fréttir í Mogganum, Vísir og DV, mér finnst gaman að lesa DV, svolítið krassandi fréttir. Lá við að ég missti andlitið þegar að ég las um hana Britney Spears, konukindin er svo sveitó að hún rakar sig ekki undir höndunum, og ég sem að hélt að hún væri svo mikið fyrir rakstur, ekki er langt síðan að hún rakaði af sér allt hárið, og nú á ég við höfuðhárið, kannski fékk hún ofnæmi fyrir rakvélum eftir það.

Og svo er það gellan hún Paris Hilton, hún er líkust horrenglu nýsloppinni frá fangabúðum, aldrei hef ég skilið dálæti karlmanna á þeirri konu, nei þakka veit henni Marilyn okkar Monroe,  það var kona með línurnar á réttum stöðum.

Verst er að hafa misst af Davíðs mótmælamótinu , ég hef ekkert á móti Davíð, en greinilega var þetta hið fjörugusta mótmælamót, kannski hefði ég hitt vini og ættingja með heimatilbúin spjöld. Kannski hefðum við fengið okkur kaffisopa og með því, og talað um kreppuna, og helv.... hann Davíð.

Hvar skildi Davíð hafa haldið sig, sat hann heima í skotheldu vesti og með hjálm á höfðinu, ákvað hann að gefa skít í Seðlabankann, og fara að framleiða lopapeysur, sá hann fyrir sér hópa af skjálfandi ferðamönnum, sem að ekkert þráðu meira en að geta keypt sér hlýja peysu til að klæða af sér norðanáttina, sá hann fyrir sér stafla af 100 evru seðlum, sá hann fyrir sér nýjan banka stútfullan af evrum og pundum.

Merkilegt var að lesa um verksmiðjuna sem að var komin í Hafnarfirði, dópverksmiðjuna, ætluðu þeir að fara út í útflutning þessir krimmar, vonandi var framleiðslan ekki ætluð Íslendingum.

Jafn merkilegt var að lesa um innkaup á Rolex klukkum, á krepputímum er metsala á þessum lúxus varningi, sefur almenningur þá með Rolex klukkur undir koddunum, kemur til greina að í framtíðinni verði ekki borgað með handónýtum Íslenskum seðlum, í stað þess verði borgað með Rolex klukkum.

Slæ botninn í þessar sunnudags hugleiðingar mínar.

 


Er ekki hægt að snúa dæminu við

Þá geta ekki kaupmennirnir í Glasgow lengur nuddað á sér hendurnar í fögnuðinum yfir því, að nú séu kaupbrjáluðu Íslendingarnir a leiðinni til þeirra, og tæmi búðirnar á nokkrum dögum.

Er þá ekki tilvalið að fá Skotana til Íslands í verslunarferðir fyrir jólin.


mbl.is Innrásinni aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldi manns mættu, en voru þeir fimm hundruð eða fjögur þúsund

Þarna var greinilega vel mætt, ég las sömu frétt í DV, en þar var talað um fjögur þúsund manns.

Svolítill munur á tölu þeirra sem að lögðu á sig að mæta og mótmæla Davíð greyinu. Mikið er um að vera heima á litla skerinu okkar, og ekki allt sérlega skemmtilegt.

 


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætt viðtal, eða á ég að kalla það krúttlegt viðtal

Þetta var nú ósköp sætt viðtal við forsetafrúna okkar, og gaman að hún kann að meta  lopapeysurnar okkar, hún leit líka vel út, klædd lopapeysu, og með fullt af lopapeysum fyrir framan sig, greinilega á hún til skiptanna, kemur til greina að hún sé sjálf farin að prjóna.


mbl.is Dorrit bjartsýn á framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Giftar konur æsast upp við nektardans

Ég er vöknuð fyrir allar aldir hérna í Svíþjóðinni, og dunda mér við lestur blaða á netinu.

Eiginlega er ég orðin þreytt á kreppufréttum, svo að ég skellti mér inn á DV, svona til þess að fá svolítið krassandi ekki kreppufréttir.

Ég vona að hann Lalli fái húsaskjól yfir höfuðið, það fer að verða nöturlegt að þurfa að hafast við á götunni, með aleiguna í plastpoka, og mannleg réttindi eru að eiga rúmflet til að sofa í.

 Ég fékk á sínum tíma senda mynd um þann mann, sú mynd varð svo vinsæl af Íslendingum hér í Malmö, að hún tíndist.

Skrítið var að lesa um barnaníðing sem að tekið opnum örmum af Vottum Jehova, en konan hans var gerð burtræk úr sama söfnuði, þegar að hún skildi við hann, margt er nú skrítið í kýrhausnum, sagði kerlingin, og var það rétt hjá henni.

Ég las líka um manninn sem að er að fara út í nektardansinn aftur, er ekki alltaf verið að ónotast út í konur sem að strippa, er betra að menn geri það, og er rétt hjá honum að giftu kerlurnar æsist meira upp við sjón nakins manns, en þær ógiftu. Ég hefði nú haldið að þær giftu væru öllu vanar, og létu sér fátt um finnast, þó svo að einhver kall væri að dilla sér ber fyrir framan þær.

Og í öllum kreppufréttunum, er merkilegt að lesa um Bakkabræður sem að eru að byggja stærðarinnar sumarhús, er kreppan ekki komin til þeirra.

Ekki vildi ég vera Davíð Oddsson þessa dagana, skildi hann sofa vært á nóttunni, er hann í skotheldu vesti undir jakkafötunum, er hann einn af hötuðustu mönnum landsins, á hann eftir að verða staurblankur í kreppunni. Sirrý spákona er búin að sjá í kristalkúlunni sinni að hann sé alls ekki búinn að seigja sitt síðasta orð, og verður fróðlegt að vita hvort að sá spádómur rætist. 

Er ekki þetta gott í bili.


Vel heppnuð ferð til Póllands

Ég hef verið löt í blogginu, en vil þakka öllum sem að sendu mér faðmlag, það veitir ekki af því á þessum slæmu tímum.

Póllands ferðin var afar vel heppnuð, við vorum meira að seigja heppin með veður. Þessi nýja ferja sem að við fórum með, valdi okkur vonbrigðum, og þó ekki, við fengum engar nýjar hugmyndir, en sannfærðust um að búðin okkar er til fyrirmyndar.

Við fórum í langan göngutúr í Szczecin, borg með 400 þúsund íbúa, einn af ferðafélögunum er fæddur þar, og á foreldra á lífi, sem að búa þar, og var hann góður leiðsögumaður, og vorum við afar ánægð með gönguferðina.

Við fórum auðvitað í búðarráp, og á markað, úrvalið í búðunum var ótrúlegt, en engin af okkur nennti að versla mikið,  flest öll keyptum við megrunar te, sem að er selt í apótekum, og ekki er hægt að kaupa í Svíþjóð. Verðin voru nokkuð góð, ein af okkur fór inn í matarbúð, og fannst úrvalið stórfenglegt, og verðin svipuð eða aðeins ódýrari en í Svíþjóð.

En auðvitað sáum við líka fólk sem að rótaði í ruslatunnum í leit að mat, og gamlar fátæklega klæddar konur sátu á kössum á götunni, og seldu sveppi.

Hér í Malmö er gott veður, en það er farið að kólna mikið, ég var svo heppin að fá diskana með "Næturvaktinni" senda frá systur minni, og er ég búin að horfa á þá í dag, og skemmti mér vel.

Gott í bili, óska öllum góðrar helgi.


Föstudagur á milli Þýskalands og Svíþjóðar

Við erum á leið til Þýskalands, klukkan er fimm hjá mér, en bara þrjú hjá ykkur, og trúlega eru þið flest öll sofandi vært í rúmum ykkar, og vonandi dreymir ykkur fallega drauma, vonandi dreymir ykkur ekki um kreppuna. Kreppuna sem að allir tala um, og flestar fréttir í blöðunum fjalla um kreppu og hversu slæmir tímar séu framundan hjá okkur.

Hér í vinnunni hjá mér tölum við ekki mikið um kreppuna lengur, við tölum mest um Póllands ferð, sem að verður farin á þriðjudaginn, mikil mómæli hófust þegar að við lásum okkur til um að einhverjir vildu fara á nuddstofu og heit böð í Póllandi, því hver hefur áhuga fyrir nuddi og heitum pottum, þegar að hægt er að hafa það huggulegt á götumörkuðum, og jafnvel hægt að gera góð kaup, því að ennþá er hægt að gera góð kaup í Póllandi.

Ein ekki kreppufrétt, hún Angelina Jolie er svo léleg húsmóðir að hún kann ekki einu sinni að sjóða egg, þetta viðurkennir hún í kjaftablaði, og putar svolítið með munninum um leið. Aumingja Brad Pitt er greinilega kófsveittur í eldhúsinu við matargerð, en sagt er að hann geri það svo gjarnan,  með aðstoð góðra manna í eldhúsinu þeirra, og fátt hugsar hann meira um, en hvað hann ætli að malla á morgunverðarborðið fyrir puntmunninn og börn þeirra.

Þetta var nú ágætisfrétt.


Allar fréttir eru ekki vondar fréttir

Allt gengur sinn vanagang hjá okkur sjófólkinu, mikið er spekúlerað í ástandinu heima á Íslandi, evran hefur hækkað hjá okkur, og framundan er 5% hækkun á öllum vörum hjá okkur.

Volvo á í erfiðleikum, og stendur til að fjölda uppsagnir verði þar, í sjónvarpi er talað um þrjú til fjögur þúsund manns.

En allar fréttir eru ekki vondar fréttir, Victoria Beckham sefur með hanska og sokka, fyrir utan hanskana og sokkana sefur hún í Evu klæðum, áður en að hún setur á sig náttklæðnaðinn, þá smyr hún  kremi á hendur og fætur. Skildi honum David finnist eiginkonan vera sexí, þegar að hún skríður uppí rúm til hans.

Óska öllum góðs dags.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband