Færsluflokkur: Bloggar

Þá er það vinnuvika framundan

Ég vaknaði snemma í morgun, og setti strax á sjónvarpið, svona til að fylgjast með kreppunni.

Mikið er rætt um litla Ísland, þeir í sjónvarpinu velta fyrir sér hvort að Ísland rúlli yfir, ein kona spurði, "en er ekki óvenjulegt að lönd verða gjaldþrota".

Ég man ekki betur en að Færeyjar hafi orði gjaldþrota fyrir nokkuð mörgum árum.

Eiginlega verð ég svolítið leið þegar að það eru bara slæmar fréttir í öllum fjölmiðlum, ég man ekki eftir að hafa heyrt jákvæða frétt dögum saman, ég hef verið dugleg að hafa samband við ættingjana, fáir af þeim töluðu um kreppuna, aftur á móti sögðu systur mínar mér frá mikilli sláturgerð á þeirra heimilum, ekki veitir nú af að fylla frystikisturnar fyrir magran vetur.

Ég fer fljótlega af stað í vinnuna, einkabílstjórinn minn kemur og nær í mig, saman brunum við til Trelleborgar, á leiðinni verður mest talað um vinnuna, og kannski minnumst við á kreppuna.

Hér í Malmö er gott veður, veðurspáin fyrir vikuna er góð, vonandi er eitthvað að marka það, óneitanlega er þægilegra að vinna í góðu veðri og um leið að losna við sjóveika farþega.

Ég óska öllum góðrar viku.


Sendið þetta lið heim

Það á að senda þetta fólk til síns heimalands, með stórt frímerki á afturendanum, þar geta þeir haldið áfram fyrri iðju, að ráðast á fólk og ræna það.
mbl.is Annar árásarmannanna handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki tilvalið að nota tækifærið

Ég hef verið löt í blogginu undanfarna daga, en hef fylgst nokkuð vel með fréttum frá Íslandi, og verið í símasambandi við systur mína.

Systir mín bar sig vel, ég tek það fram að hún á enga sparaða peninga í banka, né verðlaus hlutabréf. Hún sagði, "nú verðum við að kaupa Íslenskar vörur, og ekkert annað". Mér svona datt í hug eftir samtalið, hvort að hveiti og sykur fer þá að verða munaðarvara. Verður kökubakstur bara fyrir ríka fólkið.

En þar sem að krónan er svo léleg, er þá ekki tilvalið að plata ferðamenn til okkar. Ferðamenn með nóg af evru seðlum, er ekki tilvalið að ná þeim fyrir jólin, svo að jólasalan verði ekki minni en í fyrra.


Sunnudags hjal

Það er rigning hér í Malmöborg, grátt og hráslagalegt úti. Ég læt fara vel um mig hérna inn í hlýjunni, með hlunkinn minn fullann af nýlöguðu kaffi, er hægt að hafa það betra.

Ég nenni ekki að skrifa né lesa mikið meira um kreppuna, læt öðrum um það, en óneitanlega fannst mér einkennilegt að lesa í Mogganum, að biðraðir hafi myndast við nýja leikfangabúð, ég hélt í fávisku minni að svona í byrjun kreppunnar væri fólk ekki að eiða peningum í leikföng.

 Fyrir utan það að mér finnst börn eiga alltof mikið af dóti, þegar að ég kem í heimsókn til barnafólks, þá eru barnaherbergin oftast yfirfull af dóti, það er varla pláss eftir fyrir börnin sem að búa þar.

Þegar að ég var lítil, þá átti ég ekki mikið dót, en aftur á móti fékk ég bækur, jólagjafirnar voru bækur, og oft las ég sömu bækurnar aftur og aftur, og stundum urðu þær skemmtilegri því oftar sem að ég las þær. 

Í dag er ekki svo algengt að börn og unglingar lesi, og finnst mér að þau missi af miklu, fátt er skemmtilegra en að lesa góða bók.

Ég veð úr einu í annað, en í gær voru umræður um menn sem að eiga erfitt með að lifa einir eftir lengri sambúð eða hjónaband.

Einn góður maður benti mér á það að konur fylli upp tómarúm hjá mönnum, mikið rétt hjá honum, en menn fylla líka upp tómarúm hjá konum.

En þessi góði maður benti líka á að ástæðan fyrir að konur væru ekki svo fljótar að fara í nýja sambúð, væru til dæmis, að oft væri konan komin úr barneign, og hafi misst sína kvenlegu eiginleika. Kannski er eitthvað til í þessu, en ég vil samt halda því fram að við konur séum spennandi allt okkar líf, þó svo að við getum ekki eignast börn lengur, nema þá með aðstoð, en eru þær ekki hálf sjötugar að ala börn úti í hinum stóra heimi.

Konur í dag eru spennandi konur, mesta fyrra er að halda að kona sem að er komin yfir beitingartímabilið, verði minna spennandi kona, með skeggvöxt á efri vörinni, vörtu á hökunni, klædd krimplín kjól og fótlaga skóm. Nei í dag eru konur á öllum öldrum klæddar nýjustu tísku, þær sem að eru einar daðra við kallana, kynlíf er stundað fram á grafarbakkann, enda ekkert vandamál lengur, með allar olíur og hjálpartæki sem að eru í boði.

Ein góð vinkona mín er komin yfir sextugt, hún er nýlega komin í samband við mann á svipuðum aldri, þau eru yfir sig ástfangin, hún lítur út eins og nýútsprungin rós þessi elska, löngu komin úr barneign.

Nú ætla ég ekki að þreyta ykkur lengur, með sunnudags ruglinu mínu, vona að þið öll fáið góðan dag með sunnudagssteikinni.


Mikið til í þessu

Margir menn sem að eru búnir að vera í föstu sambandi, eiga erfitt með að venja sig við að lifa einir, þess vegna eru þeir oft fljótari en konur til að fara í fast samband aftur.

Ég þekki persónulega mann sem að skildi eftir margra ára hjónaband, það tók nokkrar vikur fyrir hann að finna nýja konu, og sagði hann mér að ástæðan væri einfaldlega sú, að hann gæti ekki verið einn.

Konan hans fyrrverandi er aftur á móti ennþá karlmannslaus, og virðist una hag sínum vel.


mbl.is Ekkjumenn binda sig fyrr en ekkjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um blogg og ýmislegt annað

Hér í Malmö er gott veður, en auðvitað er farið að kólna mikið, og treflar, úlpur og vettlingar áberandi söluvarningur í öllum búðum.

Ég er svosem búin að skjótast út í Mollið hérna hjá mér, mikið fólk er á ferðinni, en hvergi voru biðraðir.

Erindið hjá mér var að senda smápakka til Íslands, lítilræði til nýfæddra ungabarna sem að hafa skotist út í heiminn síðustu þrjá mánuðina, þegar að ég fór að borga undir pakkana, þá brá mér heldur betur, það lá við að ég þyrfti að krossa mig nokkrum sinnum, ég þakkaði mínum sæla fyrir plastkortin, en kostnaðurinn við að senda pakkana samsvaraði kostnaði innihalds annars pakkans. Þetta er í síðasta skipti sem að ég sendi pakka heim til Íslands, mikið betra að stinga peningaseðli í umslag og senda heim.

Ég er búin að dunda mér við lestur Moggans, og auðvitað er ég búin að lesa blogg hjá hinum og þessum í dag.

Það sem að kemur mér mest á óvart, er að það virðist vera sem að sumt fólk gefist uppá að blogga vegna slúðursagna og illgirni annarra bloggara. Nú veit ég ekki hvað býr á bak við þetta, en merkilegt er að fólk þurfi að vera að ónotast út í hvort annað hérna. Öllum er frjálst að hafa sínar skoðanir. Ég les marga hérna sem að mér finnst vera stórskemmtilegir, og suma er ég farin að telja sem góða kunningja mína.

Engan hef ég hitt, en er búin að skapa mér mynd af þeim flestum í huga mínum, hvort sem að sú mynd er rétt, það veit ég ekki.

Mér dettur í hug maður sem að ég þekki, hann var búinn  að vera í símasambandi í vinnunni við sömu konuna í lengi tíma, þessi kona var með ákaflega fallega og viðkunnanlega rödd, og var hann búinn að búa til mynd af yndisfagri konu í huga sínum, myndin passaði röddinni.

Loksins stóð til að hann átti að fá að hitta hana, og er ég ekki frá því að hann hafi nú greitt sér óvenju vel þann daginn, jafnvel sett örlítið meiri rakspíra framan í sig, en hann var vanur að gera.

Og loksins átti hann að hitta þessa fögru konu, þegar að hann sá hana þá missti hann næstum því andlitið, því þessi kona var bæði áberandi ófríð og óskaplega feit, en þegar að hún opnaði munninn og talaði, þá hafði hún fallegustu rödd sem að hann hafði nokkurn tíma heyrt.

Slæ botninn í þetta. Óska öllum góðrar og gleðilegrar helgi. 


Þetta er rétt

Þetta kemur mér ekki á óvart, maðurinn heldur framhjá þegar að honum finnst að konan sé hætt að taka eftir honum, hann er ekki lengur númer eitt í hennar augum, kannski eru börnin komin og þá snýst oft allt um þau, hann verður útundan(enda einn af börnunum), og þá fer hann út og heldur fram hjá.

 Ástkonan hefur tíma til þess að hlusta á hann, hún horfir á hann aðdáunaraugum, hrósar öllu sem að hann seigir, ekki bregður hún fyrir sér höfuðverk í tíma og ótíma, enda er hún sjaldnast með öskrandi börn í kring um sig, sem að bæði þarf að skeina og snýta.

Og þeir menn sem að ég þekki og veit að hafa verið í framhjáhaldi, oftast hafa konurnar þeirra verið mikið huggulegri en hjákonurnar, einkennilegt en satt.

Gaman væri að sjá skýrslur um konur sem að halda framhjá.


mbl.is Sækjast eftir viðurkenningu í framhjáhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botox

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt, hvernig í ósköpunum getur hrukkumeðferð læknað táfýlu.

Eru þá ríku kellingarnar sem að eru alltaf í Botox meðferðum ekki að láta laga hrukkurnar, er það táfýla sem að þjáir þær.


mbl.is Stone segist ekki hafa viljað Botox fyrir soninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt samband

Það er til eitthvað fyrir alla, er stundum sagt. Þarna eru mörg kíló að elska, og smekkurinn er misjafn.

Samt finnst mér eins og að eitthvað sé að konu sem að fellur fyrir manni sem að vegur yfir hálft tonn í byrjun ástarsambands þeirra, eða er hægt að vera í ástarsambandi við hálft tonn af kjötiWoundering.


mbl.is Þyngsti maðurinn kvænist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudags hugleiðingar

Ég sit hérna fyrir framan tölvuna mína, og bara býð eftir því að geta fyllt hlunkinn minn af angandi Arvid kaffi.

 Um leið horfi ég á fréttir í sjónvarpinu, flestar fréttirnar eru leiðinlegar, er allt að fara til fjandans alls staðar, og ofan á allt, er veðurspáin slæm, mikill stormur er á leiðinni til okkar, og í Mogganum sé ég að það er kominn snjór heima á Íslandinu okkar.

Mikið er ég stundum fegin því að vera bara ósköp venjuleg blönk kelling, ég þarf ekki að hafa áhyggjur að að miljónirnar mínar verði að engu í bönkum og verðbréfum.

Ég er farin að spara á þessum erfiðu tímum, ég er hætt að kaupa slúðurblað dagsins, og spara þar tíu sænskar krónur á hverjum deigi, og þeim tíkalli sting ég niður í hann Snata minn(sparibaukinn minn) samviskusamlega á hverjum degi. Snati er farinn að þyngjast mikið, og er ég ekki frá því að hann sé glaðlegri á svipinn þessa dagana.

Ég skoða bara í búðum, hef sparað mikla peninga á því, ég laga mat fyrir nokkra daga í einu(mikið er nú örbylgjuofninn góð uppfinning).

Ég er ekki farin að róta í ruslatunnum í leit að tómum flöskum, en las um mann sem að safnaði flöskum og safnaði saman aurunum sem að hann fékk fyrir þær, hann dó sem margfaldur miljónamæringur.

Mikið er ég þakklát mínum kæru bloggvinum, sem að eru að leita eftir manni fyrir mig, og er ég örugg á því að einn góðan veðurdag bankar upp myndarlegur húslegur maður, en svona til öryggis, kaupið ekki farmiða fram og til baka fyrir hann.

Nú slæ ég botninn í þessar föstudags hugleiðingar mínar. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband