Færsluflokkur: Bækur

Bara um lífið í húsinu mínu

Það hefur verið mikil sól síðustu daga,ég undirrituð hef eiginlega flutt út í garðinn okkar, og sleikt sólina, unað mér við lestur spennandi bóka, í góðum félagskap nágranna minna á fyrstu hæðinni.

Fyrsta grillið var á laugardaginn. Hans grillaði svínakjötssneiðar, Gunnel sá um salat, og sauð kartöflur. Ég skolaði af jarðarberjum, og þeytti rjóma, þar sem að ég er þrælvön rjómaþeytingi frá að ég var smábarn, stóð á koll til að ná uppá eldhúsbekkinn, þá var rjóminn afskaplega mátulega þeyttur, og höfðu þau orð á því. Lítillát sem að ég nú er, gerði ég lítið úr þessu, sagði til dæmis að þetta væri enginn vandi(auðvitað vita allir að það er mikill vandi að þeyta rjóma rétt).

Með grillmatnum drukkum við ítalskt rautt vín, ég kenndi þeim að setja kók í vínið, og fannst Hans þetta vera með betri drykkjum sem að hann hafði smakkað, þau urðu svolítið hýr af víninu og kókinu, og endaði veislan okkar á því að Gunnel hljóp á eftir köttunum, sem að stelast inn í okkar garð, og pissa á blómin hennar Gunnelar, en kettirnir unnu þau kapphlaup, mátti samt litlu muna að Gunnel tækist að ná í skottið á þeim, auðvitað var það víninu með kókinu að þakka, mikill kraftadrykkur.

Ég er að undirbúa vinnuferð, vil náttúrlega ekki fara frá þessu fína veðri, og er svo illa innrætt, að ég vonast til þess að það rigni á morgun.

Óska öllum góðs kvölds, og góðrar nætur.


Samlokur geta víst valdið sálrænum sköðum, eða ????????????????

Hann fær örugglega drjúgar skaðabætur, það virðist vera sem að það sé hægt að fá bætur fyrir ótrúlegustu hluti í Ameríkunni.

 Ég vildi að það væri jafn létt hér í Svíþjóð, ég gæti vel hugsað mér að fara yfir á sálartetrinu, við það eitt að bíta í samloku, og lifa svo góðu lífi á skaðabótunum.


mbl.is Samloka veldur sálrænum skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef að þetta er sönn frétt, þá er það góð frétt

Ef að þetta er sönn frétt, þá er það góð frétt. Ævin hjá þessari vesalings konu hefur ekki verið svo skemmtileg hingað til.

 Og ef að henni hefur tekist að fá trú á hinu kyninu aftur, eftir þá meðferð sem að hún þurfti að þola árum saman af föður sínum, og jafnvel fleirum(ég hef alltaf efast um að pabbi hennar hafi verið einn um þetta), þá er bara að gleðjast yfir því, og um leið að dáðst að því hvað manneskjum getur tekist að loka á hörmulega fortíð, og geta um leið tekið á móti framtíðinni með opnum örmum.

Við hin, sem að höfum ekki þurft að ganga í gegn um sömu raunir, gætum lært á þessu, við gætum hætt að velta okkur upp úr gömlum leiðindahlutum, því að hver nýr dagur gefur nýtt tækifæri, þess vegna eigum við líka að taka á móti framtíðinni með opnum örmum.


mbl.is Elisabeth Fritzl finnur ástina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendi SMS

Það liggur við að ég efist um andlegt heilbrigði fólks sem að lætur sér detta í hug að senda SMS um leið og það keyrir bíl.

Um leið finnst mér virkilega óhuggulegt þegar að fólk er malandi í gemsa um leið og það keyrir, og sjaldnast er það um nokkuð áríðandi, oft bara blaður um daginn og veginn,þannig að samtalið gæti beðið þangað til að viðkomandi aðili hefur stoppað bílinn.


mbl.is Sendi SMS á meðan hann ók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja kellingin hún Susan Boyle

Aumingja kellingin, margir verða klikkaðir af minna álagi en því sem að hún hefur þurft að þola síðustu vikur.

Frá því að vera gráhærð kelling með óskaplega villimannslegar augnabrúnir, sem að bjó ein með kettinum sínum, verður hún allt í einu stjarna yfir eina nótt.

Og að vera með blaðamenn hokrandi í kring um sig, sem að sitja jafnvel fyrir henni þegar að hún skíst á klósettið, svona til að ná góðri mynd af henni þar, getur ekki verið skemmtilegt fyrir konu sem að aldrei hefur gert mikið vesen af sér.

Vonandi tekst henni að ná góðri heilsu aftur, ekki þarf hún að hafa áhyggjur af reikningum, þar sem að ég hef lesið um ótrúlegar upphæðir sem að hún fær á næstunni, og er henni það vel unnað.

 


mbl.is Susan Boyle á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laugardagsþvæla

Þá er komin laugardagur hérna hjá mér, en klukkan hjá okkur í Svíþjóðinni er tveimur tímum á undan Íslenskum tíma. Eiginlega finnst mér þetta rugl með klukkuna vera mikil vitleysa, lendi alltaf í sömu vandræðum tvisvar á ári, þegar að verið er að breyta klukkunni, man ekki alltaf eftir að breyta öllum klukkum hérna hjá mér, og þarf stundum að hringja í klukkuna til að fullvissa mig um að klukkan sé tvö, en ekki eitt.

Í gær á föstudegi skrapp ég í bæinn, það var gott veður, og mikið fólk í bænum, það var komin föstudagsstemming í fólkið, langar biðraðir í brennivínsbúðinni(ég sá það þegar að ég labbaði framhjá búðinni, og kíkti inn um gluggana), fyrir utan brennivínsbúðina stóðu nokkrir utangarðsmenn, og báðu vegfarendur um aura fyrir strætó, auðvitað ætluðu þeir ekkert í strætó, þeim langaði bara í hvítasunnuhressingu eins og öllum hinum, sem að komu drekkhlaðnir út úr vínbúðinni(fínna að seiga vínbúð), ég er ekki frá því að þeim hafi tekist að ná sér þó nokkrar krónur, fólk er gjafmildara um helgar.

En í þessari bæjarferð minni fór ég inn í ævintýrabúð fyrir fólk sem að vill læra að spá, eða að láta spá fyrir sér.Ég sjálf var ekki í neinum spáhugleiðingum, en ég var að kaupa draumadót fyrir vinkonu mína heima á Íslandi, en verð að viðurkenna að ég missti mig hreinlega í öllu þessu dularfulla dóti, áður en að ég vissi af á var ég farin að skoða spáspil, og fann meira að seiga bók á hálfvirði, kennslubók í spilaspádómum. Kannski fer ég á morgun og kaupi hana, hver veit nema að ég sé gott efni í spákonu, kannski er ég með svakalega spáhæfileika, svona ef að mér tekst að læra utanað hvað spilin tákna. Á ég eftir að enda sem hin dularfulla spákonan Heidi, sem að tek á móti fólki, með svartan kött liggjandi hjá mér, og kristalkúlu á borði fyrir framan mig (ég sá að spáfólkið sem að var með auglýsingar í búðinni, tók 350 krónur sænskar fyrir 30 mínútur), miðað við þær tekjur, þá er nú ekki amalegt að spá í nokkra tíma á dag, og þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af skattinum, allt greinilega svartir peningar, því að hver vill fá kvittun frá spákellingu.

Ég fullvissa ykkur sem að lesa þetta, að ég er ekki dottin í það. En ætla aftur á móti að óska ykkur góðrar og gleðilegrar hvítasunnu.


Föstudagsrugl

Og þá er kominn föstudagur. Veðrið gæti ekki verið betra hérna í Malmöborg, og þessi veðurblíða á að endast yfir hvítasunnuna.

Ég sem að skrifa þessar línur, sit ennþá í náttfötum með morgunkaffið mitt, ég sef alltaf svo lengi á morgnana, er næturmanneskja, get setið uppi á kvöldin, en finnst fátt betra en að fá að sofa út á morgnana, svona þegar að ég er í fríi frá vinnunni.

Annars skeður lítið hérna, annað en þetta venjulega, gamlar konur og gamlir menn eru rænd, annað hvort úti á götu, eða að það er ráðist inn á heimili þeirra. Enginn hefur verið drepinn síðustu daga, að mér vitandi. Þetta lætur kuldalega, en svona er daglega lífið í svolítið stærri borg en  Reykjavíkinni okkar, samt finnst mér nokkuð mikið ske þar, miðað við hausatölu.

Ég er búin að sitja við lestur bloggara hérna á Moggablogginu, margir feikilega góðir pennar eru hérna, verst hvað fólk gefst upp á að blogga, mér finnst ólíkt skemmtilega að vera hérna, en á þessari bansettu fjesbók, sem að er svo vinsæl að það hálfa væri nóg. Auðvitað kíki ég öðru hvoru inn þar, en finnst fjésbókin vera mest fyrir yngri kynslóðina, miðað við alla leikina sem að mörgum finnst svo gaman að. Ég er með fleiri tilboð frá hinum og þessum, í hvert skipti sem að ég lít inn, en verð að viðurkenna, að ég nenni ekki að opna þau, og hananú.

Ætla núna að fara að skvera mig upp, í föt, og jafnvel að greiða mér, áður en að ég skíst í bæinn, hver veit hvern maður getur hitt í bænum(svona smágrín).

Óska öllum góðs dags.


Eru ekki átta ár léttur dómur

Hvaða afbrot þarf fólk að fremja til að fá 16 ára fangelsisdóm. Eiginlega finnst mér 8 ár vera vægur dómur fyrir að eyðileggja æsku ungrar stúlku, og að hafa veitt henni sár sem að trúlega, eiga aldrei eftir að gróa.

Sárast finnst mér að það sé hægt að stunda barnanauðganir árum saman, og að það séu stundum einskærar tilviljanir sem að koma upp um þessa ljótu glæpi.


mbl.is 8 ár fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins komin heim

Og þá er kominn fimmtudagur, og ég er komin heim, eftir vægt til orða tekið, geðveika viku úti á sjó.

Í kreppunni og atvinnuleysinu, ferðast fólk með okkur,og um leið, keppist fólk við að versla hjá okkur, og vinsælasta varan er sterkur vökvi í flöskum, svona vökvi sem að gerir sumt fólk glatt, aðra minni glaða.

Auðvitað erum við ánægð með þetta, við sem að vinnum á ferjunni, um leið botnum við ekkert í þessu fjölmenni hjá okkur, en vonum að þetta eigi eftir að haldast, og um leið að þeir sem að hafa misst vinnuna hjá okkur, verði endurráðnir.

Á meðan að ég var í vinnunni, kom ung stúlka inn á heimili mitt, nei, ég veit lítið um hana, annað en að hún er vinkona frænku minnar, og fékk að búa hjá mér, til að spara sér dýran hótelkostnað. Ég hef haft mikið fólk inni á mínu heimili, en engan sem að hefur vökvað blómin fyrir mig, kærar þakkir til Möggu, og vertu alltaf velkomin til mín.

Í dag er veðrið sæmilegt, en á morgun á að vera príma veður, sól og mikill hiti, ég hugsa mér gott til glóðarinnar að leggjast út í garðinn okkar, með góða bók, og bara að liggja í leti.

Óska ykkur öllum góðs dags.


Um allt og ekkert

Í kvöld hugsaði ég mér gott til glóðarinnar, og ætlaði að lesa blogg hjá bloggvinum mínum, sem að ég hef ekki haft tíma til síðustu vikur(já lífið snýst um mikið annað en blogg).

En mér til mikillar undrunar, eru þrjár af bloggvinkonum mínum búnar að læsa blogginu sínu.

Ein bloggvinkona er hætt að blogga hérna á Mogganum, einn aðalgæinn er mest á fjésbókinni, og svona mætti lengi telja.

Kemur til greina að Moggabloggið sé ekki inni lengur, er ég hallærisleg ef að ég held áfram að blogga, á ég að snúa mér að fjésbókinni, sem að mér finnst vera hálf leiðinleg, en er óskaplega vinsæl. Margir eru með fleiri hundruð manns sem VINI, ég ræfillinn er bara með fimmtíu vini, skrifa það með litlum stöfum, ég skammast mín fyrir að vera svona óvinsæl.

En svo er ég svoddan kjáni að mér finnst þessir fjésbókar leikir frekar leiðinlegir. Mér er svo sama hverjir halda að ég sé þrælvön strippa, og borgi fólk út úr steininum, ég hef aldrei dansað nektardans, en náð í fólk úr steininum, hef ég gert(borgaði ekki neitt).

Hér í Malmö er fínt veður, ég hef ekki getað notið þess sökum mikilla anna á heimili mínu. Miskunnarlaust hef ég þurrkað allt ryk sem að hafði safnast fyrir á ótrúlegustu stöðum. Alla glugga hef ég þvegið, ryksugan hefur verið í gangi meira og minna í allan dag, ég er eiginlega örmagna eftir þessi ósköp, en nú get ég ekki lengur skrifað nafnið mitt í svörtu bókahillurnar.

Og svona í lokin vil ég minna alla á, að lesa bloggið hjá" Alkanum", en það sem að hann skrifar um, á erindi til allra, sem betur fer er hann ekki búinn að læsa blogginu sínu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband