13.7.2009 | 10:34
Frá húsinu mínu......................................
Í dag er gott veður, reyndar var veðurspákallinn í morgunsjónvarpinu eitthvað að dylgja um smá skúra, en eins og að allir vita, þá er sjaldan hægt að taka mark á þessu veðurfólki.
Hér í litla húsinu mínu gengur á ýmsu. Eins og að ég hef sagt frá í eldri bloggum, þá eru sex íbúðir í húsinu mínu, og við sem að búum í fimm íbúðum erum einhleyp, flest öll höfum við verið gift einhvertíma, og í sambúðum, en eigum það öll sameiginlegt að okkur finnst svo ljómandi gott að geta ráðið okkur sjálf, þið vitið þetta, að þurfa ekki að taka tillit, og að vera með matinn tilbúinn á slaginu sjö.
Eða ég hélt að við værum sammála í þessum málum, en hvað manni getur skjátlast. Nú er Gunnel garðyrkjukona komin á bullandi kallafar, ekkill sem að er vinur vina þeirra, kom auga á dömuna í kaffiboði hjá góðum vinum, og linnti ekki látum fyrr en að honum tókst að fá stefnumót. Svo að núna er ekki talað um garðrækt lengur, nú tölum við Gunnel um sexí undirföt, og vorum við sammála um svona glansandi með blúndum, og fer hún í bæjarferð í dag, ég fæ að sjá árangurinn í kvöld.
Ég er ósköp ánægð með þetta, en hef samt áhyggjur af garðinum okkar, því að það er ekki hægt að anna bæði köllum og ógresi á sama tíma, eða.
Kristján fuglaskoðunarmaður leynir líka á sér, hann er kominn með kærustu. Greinilega var hann ekki alltaf að skoða fugla um helgar, eins og að við hérna í húsinu héldum. Allt í einu birtist hann með þéttvaxna konu sér við hlið, og Hans vissi uppá hár, hvenær sú þétta fór að gista hérna í íbúðinni við hliðina á mér.
Svo að það eru miklar breytingar hérna í húsinu mínu, en sem betur fer eru þær jákvæðar, og er gaman að sjá þetta góða fólk svona hamingjusamt. Ég verð nú samt að viðurkenna, að ég vona að þetta ástarvesen á þeim, verði ekki til þess að þau fari að flytja frá húsinu okkar, ég vil alls ekki missa þau frá mér.
Óska öllum góðs dags.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2009 | 06:39
Bara um hitt og þetta
Í dag skín sólin á okkur hérna í Svíþjóðinni, á eftir fer ég út með góðan reifara, klædd þeim svarta, sem að er svo klæðilegur, þegar að ég dreg inn magann(þetta með magann er nú smá djók), en hvenær kemur í tísku að vera soldið bústinn og með útstæðan maga.
Ef að ég man rétt, þá er það í einhverju arabalandi, sem að konur þykja fallegastar vel feitar, kannski ættu allar vel feitar og magamiklar að flytja þangað.
Í gær fór ég í "kolaportin" okkar hérna í Malmö, mikið fólk var á ferðinni, og var virkilega gaman að rölta þarna og sjá hvað var á borðstólum. Verð samt að viðurkenna að ekkert vakti áhuga minn það mikið að ég drægi upp þunnleita budduna, enda eins gott, ég þarf að telja krónurnar þennan mánuðinn.
Fyrir utan eitt "kolaportið" stóð sígaunakona, hún var frekar illa klædd, og kallaði til mín, madam, kallaði hún, ég varð svo upp með mér að vera kölluð svona fínu nafni, að ég stoppaði og átti eiginlega von á því að hún bæði mig um nokkrar krónur fyrir mat, en hún dró upp digran gullhring, sem að hún otaði að mér, og vildi að ég keypti handa manninum mínum. "Ekta gull, madam" sagði hún. "Þinn maður voða glaður, þú kaupa gull til hann". Þegar að mér tókst að koma henni í skilning um að engan ætti ég manninn, þá vildi hún að ég keypti hringinn fyrir væntanlegan mann. Auðvitað fór ég hringlaus frá henni.
Mikið er nú gott að ekkert manntjón varð í brunanum á Þingvöllum, dauða hluti er alltaf hægt að endurnýja.
Mín elsta minning frá Þingvöllum er þegar að ég var lítil hnáta, í hvítum sokkum og svörtum lakkskóm, með slaufu í hárinu. Það var einhver samkoma þar, og mikið fólk, og óskaplega gott veður.
Ég man vel eftir ísnum sem að ég fékk, og eins er mér minnistætt að ég sá konu sem að lá í sólbaði, og var ber að ofan, og var ég óspart skömmuð þegar að ég góndi á hana. Í dag þætti það ekki mikið mál þó svo að kellingar lægju berar að ofan í Þingvallalaut.
Ég slæ botninn í þetta með þessari Þingvalla endurminningu minni, óska ykkur sem að lesa þetta, góðs dags.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ætla loksins að láta verða af því að blogga, láta ljós mitt skína, eftir annasama, erfiða viku, og endalausar ferðir á milli Svíþjóðar og Þýskalands.
Ég er búin að glugga í helstu fréttir í Mogganum, og svo auðvitað DV, oftast eru fréttirnar hjá DV meira krassandi en Moggafréttirnar, enda tvö ólík blöð.
Ég get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart að einhver hafi tekið uppá því að hóta bankastjóra Kaupþings, það mikill hiti er í fólki. Og margir sitja eftir með sárt ennið, eftir að hafa þurft að steypa sér í stórar skuldir, vegna okurverðs á húsnæði, og eiga erfitt með að standa í skilum í dag, og um leið er verið að tala um brot af miljörðum sem að þeir ríku vilja borga til baka af lánum sínum. Nú ætla ég ekki að skrifa meira um þetta, er alltof illa að mér í þessum málum.
Ég get með sanni sagt, að með sorg í hjarta las ég um konuna sem að þurfti að búa við barsmíðar og kynferðislegt ofbeldi frá sambýlismanni sínum. Um leið tók hann myndir af afreksverkum sínum, svona til þess að geta horft á seinna, og rifjað upp gamlar endurminningar.
Um leið er aumingja konan látin vera með öðrum mönnum, og auðvitað voru samviskusamlega teknar myndir af því.
Hvað héldu þessir menn sem að tóku þátt í þessum viðbjóði, að væri að ske, voru allir blindir fyrir því hvernig konan var á sig komin, datt engum í hug að hún væri neydd til þess að gera þessa hluti. Eða skipti það engu máli, bara að þeir fengju að nota hana, illa á sig komna.
Og svo fær kappinn átta ár í fangelsi, kannski verður honum sleppt fyrr út, ef að hann hegðar sér vel.
En konan er trúlega komin í ævilangt fangelsi, tilfinningalega.
Ef að einhverjum manni verður á að stela sér til matar í búðum, þá er hann kallaður síafbrotamaður, og um leið er nafn hans birt í blöðunum, þá er ekki tekið tillit til barna eða ættingja. En kynferðisglæpamenn geta farið huldu höfði, af tillitssemi við ættingja og fórnardýr. En ég held að þeir sem að hafa orðið fyrir barðinu á þessum óþokkum, vilji að almenningur fái að vita hverjir það eru sem að hafa framið þessi afbrot, enda enginn sem að dæmir þá sem að hafa lent klónum á þeim.
Er þetta rétt, er ekki betra að vita hverjir misþyrma og nauðga, en að vita nafnið á þeim sem að stelur sér súpupakka í Bónus.
Nú slæ ég botninn í þessar hugleiðingar mínar, en óska öllum góðs dags.
Lífstíll | Breytt 12.7.2009 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2009 | 09:31
Og þá er kominn laugardagur
Þá er kominn laugardagur, mikið líður nú vikan fljótt þegar að ég er heima hjá mér.
Í gær skein sólin svo fallega á okkur hérna í Malmö, en um leið var hvasst, það hvasst að blóm tókst í loft upp hérna inni hjá mér,og féll niður á gólfið með miklum hávaða, og auðvitað brotnaði potturinn, mér til mikils harms, þetta var fallegasti potturinn minn, með sorg í hjarta sópaði ég upp glerbrotunum, sem að fóru auðvitað beint í ruslið.
Þarna hefndist mér fyrir að vera að glenna upp alla glugga.
Í gær átti að reisa upp tjald fyrir garðpartýið okkar, en það var svo mikið rok að þau tjaldreisufólkið gáfust upp, og verður tjaldinu skellt upp í dag.
Klukkan fimm koma gestir okkar, og verður boðið uppá bollu, með bollunni verður boðið uppá saltpinna.
Og eftir að fólk hefur styrkt sig með bollu og saltpinnum, þá kemur aðalmaturinn, síld(man ekki hvað margar sortir) nýjar kartöflur, kjötbollur(þessar pínulitlu) og prinsa pulsur(sem að eru líka pínulitlar), eftirrétturinn verður jarðarber með rjóma.
Maturinn er eins sænskur og hann getur verið, og verður honum skolað niður með bjór og viðeigandi snöfsum. Ég hellti mínum heimatilbúna snafs í gegn um síu í gær, til að losna við grasmylsnuna. Liturinn er frábær, og ég smakkaði aðeins á framleiðslunni, og vægt til orða tekið, þá stóð ég á öndinni. Þetta er greinilega orðinn mikill kjarnorkudrykkur, sem að bætir, lagar og kætir.
Seinna um kvöldið er oftast sungið, og það eru engir sænskir þjóðsöngvar, oftast eru það svolítið tvíræðar vísur, sem að einn gesturinn okkar er með endalausan lager af. Og prentar hann út smáhefti fyrir hvern og einn, og er þá hægt að fela andlitið með heftinu, þegar að söngvarnir verða of djarfir.
Í fyrra tóku eitt parið dansspor í grasinu, og gekk það furðuvel, þrátt fyrir háa hæla og mikið af fljótandi í kroppnum, þannig að við spilum létta músík í kvöld, svona á milli þess sem að við sjálf höldum uppi músíkinni með vísnasöng okkar.
Læt þetta gott heita, óska öllum góðrar helgi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2009 | 10:56
Um Alli
Þá er komið þetta indælis veður, sólin skín svo fallega á okkur íbúa Malmöborgar, en greinilega skín sólin líka á fólkið í Noregi.
Sá á fésabókinni að frænka mín sem að er í heimsókn þar liggur í sólbaði, og seigir hún að lýsið renni í stríðum straumum, ekki veit ég hvað hún á við, grindhoruð er hún.
En þegar að það er talað um lýsi sem að rennur, þá dettur mér í hug Alli, sem að eru eitthvað undralyf fyrir okkur sem að ekki erum grindhoruð. Þetta lyf er auglýst í tíma og ótíma á flest öllum imbakassa stöðvum, er eiginlega orðin þreytt á þessu tuði um Alli, en hvað um það.
Ein sem að ég vinn með hefur prófað Alli, og fjálglega hefur hún lýst fyrir okkur hinum sem að ekki taka inn Alli, hvernig fitan rennur niður af henni, þetta undralyf brennir fitunni, sem að við borðum(ég súkkulaði kellingin hefði haft meiri áhuga fyrir lyfi sem að brenndi sykri), og svo hefur hún sýnt okkur hinum sem að ekki tökum inn Alli, buxur sem að eru orðnar vel rúmar á henni, en sömu buxur komst hún bara í við illan leik fyrir tveimur vikum, með aðferðinni sem að flestar kellingar hafa prófað, að leggjast útaf og draga inn magann, og þvinga upp rennilásinn.
Nú er ég örugg á að Alli er til á Íslandi(og ég er ekki með prósentur af sölu), en mæli með þessum Alli pillum, fyrir þá sem að vilja grennast, hér eru Alli seldar án lyfseðils, sem að er vottur þess að þær eru hættulausar.
Og nú er kominn tími til þess að fara út í góða veðrið, þó fyrr hefði verið. Í dag er enginn letidagur, í dag er ég búin að borga alla reikninga, og á jafn lítið eftir af kaupinu mínu og ég átti alla hina mánuðina.
Ég verð greinilega að fara að gera alvöru úr þessu að ná mér í einn vell ríkan, sem að getur stutt mig á erfiðum stundum, og séð til þess að ég eignist bankabók með mörgum núllum á eftir fyrstu tölunni.
Óska öllum góðs dags.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 10:14
Sorglegt, en satt
Hann er þá ekki sá fyrsti eða síðasti af hópnum af heimsfrægu fólki sem að hefur þurft að halda sér uppi á alls kyns meðölum.
Ótal margir hafa misst lífið vegna misnotkunar á sterkum lyfjum, sorglegt en satt
Varaði við mikilli lyfjanotkun Jackson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 23:41
Bara um hitt og þetta, einkamálin og þá beisku
Í dag er búinn að vera mikill letidagur hjá mér, það er nauðsýnlegt að vera með algjöra letidaga öðru hvoru, ég mæli með því, það ætti að vera regla hjá öllum að taka að minnsta kosti einn letidag í mánuði.
Ég er samt búin að glugga í helstu fréttir á netinu, brá þegar að ég sá frétt um andlát Michael Jacksons, hef hálf vorkennt honum í gegn um árin, það hlýtur að vera mikið að, þegar að fallegur dökkur maður getur ekki sætt sig við hörundslit sinn, og verður að hvítu viðundri.
Ég las líka um sex manna fjölskilduna sem að situr uppi með tvær íbúðir og lóð, og eru í dag, atvinnulaus. Um leið finnst mér hálf skrítið að það hafi verið hægt að fá svona háar peningaupphæðir lánaðar, ekki ætla ég að dæma þetta fólk, trúlega eru nokkuð margir sitjandi í sömu súpunni.
Og enn eru jarðskjálftar heima á litla landinu mínu, þetta fer að verða daglegur viðburður, það fer bara svolítið um mig þegar að ég les þessar fréttir.
Eftir lestur net dagblaðanna skellti ég mér inn á "Einkamálin", svona til að athuga hvaða heiðursmenn stæðu til boða þar. Einn var sniðugur, hann var atvinnulaus, og um leið og hann óskaði eftir kynnum við góða konu, þá bauð hann fram þjónustu sína í pípulagningum og húsaviðgerðum. Ég óska honum alls góðs, vona að hann fái bæði konuna og vinnuna.
Einn var giftur, hann var 15 sentímetrar, ég held að það hafi ekki verið hæð hans, um leið skrifaði hann, "mig langar að ota mínum tota", Jesús minn, vonandi kemst ekki konan hans í þessi ósköp.
Einn var feikilega rómantískur, hann vildi fljúga á vængjum ástarinnar um himinbláan himininn, og lofaði með mörgum fögrum orðum, hvernig hann myndi veita réttri konu eilífa ást(og ýmislegt annað). Eftir lestur þessara og nokkra annarra, gafst ég upp, en vona að sá atvinnulausi finni eitthvað við sitt hæfi.
Beisku droparnir sem að eru í framleiðslu hjá mér eru orðnir drykkjarhæfir, ég smakkaði á þeim áðan, og held að þeir hafi heppnast vel, bragðið minnir mig á Svarta dauða, og er ég eiginlega á þeim skónum, að láta bara gestina halda að þetta sé heimatilbúinn Svarti dauði, svona til þess að losna við leiðinda athugasemdir um að þetta séu skrítnir Beiskir dropar.
Nú læt ég þetta gott heita, óska öllum góðrar nætur.
Lífstíll | Breytt 26.6.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2009 | 08:14
Grár dagur í Malmö
Í dag verður grár dagur hérna í Malmö, mér leiðast gráir dagar, ég vil hafa sól alla daga.
Kannski er það vegna þess að ég geri þessi leiðinda húsverk eins og að þurrka rykið hjá mér(sem að virðist vera endalaust) á gráum dögum. Ég er örugg á því að í fyrra lífi var ég rík, og ég var með vinnukonu. Það er skýringin á því hversvegna mér leiðast húsverk, ég hef ekki þurft að gera þau í fyrri lífum.
En í dag ætla ég að þvo(þessir endalausu þvottar), ég á eftir að draslast með þvottinn niður í kjallarann, hrella kóngulærnar, sem að eru búsettar þar, og eftir stærðinni að dæma, þá líða þær engan skort.
Svo verða hlaup upp og niður stigana, hér er enginn lyfta. Og á milli véla ætla ég að þurrka burtu allt ryk sem að er þegar farið að gera svartar bókahillurnar gráleitar. En svo veit ég að mér líður svo ljómandi vel þegar að ég er búin að þessu, og gleymi því í fögnuði mínum yfir ryklausu heimili, og nýþvegnum fötum, að í næstu viku verður dagurinn í dag endurtekinn.
Í blogginu mínu í gær minntist ég á þessi frumlegu nýju Íslensku nöfn, og ein bloggvinkona gerði athugasemd og sagði mér að nöfn eins og Tuddi og Uxi væru leifð. Ég get ekki skilið manneskjur sem að vilja láta börnin sín heita Tuddi, þá er Uxi skárra, eru þá stelpurnar skýrðar Kvíga, eða jafnvel Læða, Kvíga Tuddadóttir passar vel saman, í fjósinu.
Læt þetta gott heita, en vonast samt til þess að einhver fáist til þess að skýra börnin sín venjulegum nöfnum, svo að þau gleymist ekki.
Óska öllum góðs og gleðilegs dags.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.6.2009 | 20:23
Um hitt og þetta
Ég er orðin löt að blogga, en stundum er svo mikið að gera hjá mér, á mínu litla heimili, að ég hef engann tíma til að blogga. Auðvitað er þetta hálfgert plat(ég er bara að drepast úr leti þessa dagana).
Ég er búin að líta yfir helstu fréttir og blogg, og sé að í dag er verið að mótmæla einhverju heima í Reykjavíkinni.
Ég dáist að fólki sem að hefur dug og þrek til að mótmæla öllu því sem að er óréttlátt, ef að ég væri heima á Íslandi, þá myndi ég mótmæla öllu því sem að hægt væri að mótmæla.
Eins og að ég hef minnst á í blogginu hjá mér, þá er ég á fullu í að framleiða Beiska dropa(ég skaust frá núna og hristi upp í flöskunni)Kominn er fallegur litur á það sem að einu sinni var venjulegur litlaus vodki, grasmylsnan er eiginlega orðin að engu, lyktin er ekki góð, en ef að ég man rétt þá er óttaleg fíla af Beiskum dropum(þeim sem að eru keyptir í ríkinu), enda á að drekka þá, ekki nota þá sem ilmvatn eða rakspíra. Ég læt ykkur vita hvað fólkinu finnst um þessa "dropa" mína, vona bara að enginn fái bullandi niðurgang af dropunum mínum.
Í dag fékk ég pakka frá Íslandi, systir mín og dóttir hennar sendu mér hina frægu "Dagvaktina" og úrval af Íslenskum lögum, ásamt mynd af litlum og fallegum strák, sem að systurdóttirin á, hann heitir Aron Máni, svolítið sérstök þessi nýju íslensku nöfn. Er virkilega hætt að skíra börnin heima Guðrúnu,Jón,Sigurð, og Sigríði öll þessi gömlu heiðarlegu nöfn, sem að var svo létt að muna.
Nú slæ ég botninn í þetta, óska öllum góðrar nætur.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2009 | 17:44
Beiskir dropar og rigning
Hérna í Svíþjóðinni er leiðinda veður, rok og rigning. Leiðinlegt veður hefur mikil áhrif á mína viðkvæmu sál(mér líður alltaf best í sól og sumaryl), sem dæmi um þessa viðkvæmni mína, þá skaust ég í mígandi rigningu í mollið, og þar voru útsölur í öllum búðum. Svona venjulega hefði ég með sælubrosi á vör kastað mér yfir öll fallegu fötin, sem að eru seld á hálfvirði í dag, en nei, ég skoðaði smávegis, mátaði ekki neitt, fór án þess að kaupa neitt(afar gott fyrir þunnleita budduna mína).
Svo leit ég inn í blómabúðina, er vön að kaupa afskorin blóm þegar að ég kem heim(ekki kaupir neinn blóm handa mér, verð að gera það sjálf), en þar var sama sagan, ég sá engin blóm sem að mér fannst virkilega falleg, og gekk tómhent út úr blómabúðinni.
En þegar að ég kom heim, þá bretti ég upp ermarnar, og fór að útbúa bruggun á Beiskum dropum, sem að er einn mest drukkni snafsinn hér á Skáni, þessi framleiðsla mín á þeim Beisku fór fram á eftirfarandi máta.
Ég opna flösku af vodka, í vodkann helli ég grasmylsnu, sem að ég keypti í brennivínsbúð sem að selur alls kyns grös og dropa fyrir svona framleiðslur. Auðvitað missti ég helling af grasmylsnunni niður á borðið(ég er ekki vön þessu)en ég bara sópaði því upp og hellti í vodkann, það gerir örugglega ekkert til, þó svo að smá brauðmylsna hafi lent með grasinu. Í lokin setti ég sex sykurmola, svo hristi ég þessa blöndu mína, og eftir tvær vikur á þetta að vera orðið að príma Beiskum dropum, og eftir tvær vikur á að vera mikið partý hjá okkur hérna í húsinu mínu, og ætla ég að bjóða gestunum okkar uppá heimatilbúna Beiska dropa.
Læt þetta gott heita, ætla að njóta mín vel undir teppi í sófanum, og horfa á sjónvarpið, vonandi verður veðrið betra á morgun.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar