Færsluflokkur: Bloggar

Er bara að láta vita af mér

Ætla að láta vita af mér, er ekki hætt að blogga, en tölvan mín vill ekki þýðast mig þessa dagana, vonandi verður hún komin í betra skap í næstu viku.

Ég er komin í vinnuna, framundan er heil vika á sjónum. Ég hef því miður ekki getað lesið bloggið hjá ykkur mínir kæru bloggvinir, en hef fengið kveðju frá "Alkanum" um að hann haldi ekki áfram að blogga, eins er "Tigerkopper" hættur hérna, mér til mikillar sorgar, það var alltaf öruggt að ég komst í gott skap þegar að ég las bloggið hans "Tigerkopper", og bloggið hjá "Alkanum´" átti erindi til allra, því að öll þekkjum við einhvern sem að hefur þurft að berjast við Bakkus, það getur verið faðir, bróðir, systir, eða hreinlega börnin okkar. Um leið skil ég "Alkann" að hann vilji og geti ekki bloggað undir fullu nafni, sem að virðist vera svo áríðandi hérna á Moggablogginu, hlutur sem að mér finnst ekki að skipti máli, svo framarlega sem að fólk er ekki með skít og illyrði út í hvort annað.


Er fólki farið að lengja eftir 1 apríl

Ég á nú erfitt með að trúa að dæmdir barnaníðingar séu farnir að tilkynna komu sína, trúlegra er að þeir reyni að fara meira og minna huldu höfði á nýjum stöðum.

Er fólki farið að lengja eftir 1 apríl, eða voru þetta unglingar að skemmta sér við að koma óhug og hræðslu af stað í Sandgerði. 


mbl.is Kynnti sig sem dæmdan barnaníðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað hefur kreppa slæm áhrif á heilsu fólks

Auðvitað hefur kreppa og peningaáhyggjur áhrif á heilsu fólks, og að ekki leita til sérfræðinga þegar að fólk er í peningavandræðum er ekki skrítið, sérfræðingarnir eru oft það dýrir að fólk hefur ekki efni á að fara til þeirra.
mbl.is Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elisabeth sem að er 99 ára og ástfangin...........

Og þá er komið mánudagskvöld, einn dagur eftir, eða ein blússa eftir, svo fer ég heim. Eins og venjulega er lítið að gera hjá okkur, en við erum farin að venjast þessu letilífi, og erum hætt að kvíða yfir aðgerðarleysinu.

Ég kasta mér yfir blöðin um leið og þau koma um borð til okkar, það sem að vakti athygli mína í dag var grein um hana Elisabeth sem að er 99 ára og er ástfangin í honum Pella sem að er bara 69 ára (að tala um lambakjöt), Elisabeth kynntist Pella fyrir tveimur árum, hún hafði verið í bæjarferð og tók strætó heim, þegar að hún steig af strætó á stoppistöðinni heima hjá sér, þá hittir hún nágrannakonu sína sem að var að tala við ákaflega viðkunnanlegan mann, þau voru kynnt fyrir hvort öðru, og nokkrum dögum seinna var kerla búin að fá símanúmerið hjá honum í gegn um nágrannakonuna, hún hringdi og bauð honum heim, sagðist hafa sagt við hann, "komdu og sjáðu hvað ég bý vel", Pelle kom eins og skot og var boðið uppá þurran vermont, Pelle drakk þurra vermontinn með góðri list, og bauð Elisabeth að koma heim til sín og fá sér vænan sjúss með honum. Eftir það uppgötuðu þau hvað þau pössuðu vel saman, og Elisbeth segist vera jafn ástfangin í dag og hún gat orðið á sínum yngri árum.

Þetta er góð og sönn saga sem gleður mann svona mitt í öllu krepputali


Laugardagskvöld á sjónum

Lítið skeður hjá okkur sjófólkinu, við förum þetta fram og til baka, vitum stundum ekki hvar við erum, hvort að við séum á leiðinni til Þýskalands eða Svíþjóðar.

Lítið er að gera hjá okkur, ekki margir sem að fara í verslunarferðir til Þýskalands lengur, en Pólverjarnir halda tryggð við okkur, og þá á ég við þá sem að vinna í Noregi.

Þar sem að svona lítið er að gera hjá okkur þá höfum við alltof mikinn tíma til að spjalla um kreppuna og atvinnuleysið, öll erum við hrædd við uppsagnir, og margt af lausráðna fólkinu situr heima atvinnulaust, og lítil von til að það breytist næstu vikur.

Ég vil ekki mála fjandann á vegginn, en hræðslan hefur smitað okkur öll eins og versta farsótt.

Öldruð kona sem að ferðaðist með okkur í vikunni hneig hálf líflaus niður, hún var reyndar búin að kvarta yfir lasleika rétt áður en að hún féll niður, en sem betur fór tókst að fá líf í hana, og um leið var verið í beinu sambandi við lækna í landi, og sjúkrabíllinn stóð tilbúinn til að bruna með hana til Lundar þegar að við komum í land í Svíþjóð. Og eftir því sem að okkur var sagt þá átti hún eftir að ná fullri heilsu.

Annars er ósköp tíðindalaust hjá okkur sjófólkinu, úti er kalt er mér sagt, en enginn snjór hefur komið að mér vitandi hér á Skáni.

Óska öllum góðrar og ánægjulegar helgi.


Það er langt síðan að ég bloggaði....................................

Það er langt síðan að ég hef bloggað, ástæðan er ekki áhugaleysi, heldur tók tölvan mín uppá því að fá alvarlegan sjúkdóm, það alvarlegan að ég þurfti að leita aðstoðar hjá tölvulækni, og er blessuð tölvan búin að vera í alls kyns rannsóknum hjá tölvulækninum,  í morgun sagðist hann vera búinn að lækna tölvuna af öllum kvillum og vírusum, og er tölvan væntanleg heim eftir viku.

Ég sjálf er í vinnunni, lítið sem ekkert er að gera hjá okkur, og nota ég tækifærið að blogga, og læt sem að ég sjái ekki augnagotur frá yfirmanninum.

Gestirnir okkar eru flestir orðnir reikulir í spori, eftir mikla og ákafa drykkju af Finlandia Vodka blandað með Red Bull, þannig að ég lít oft á klukkuna, vil helst geta lokað áður en að þeir sofna hérna í búðinni, eða fá vængi af Red Bullinu.

Ég læt þetta gott heita, óska öllum góðs fimmtudags.


Og hvað skildu þeir vera þungir???????????????????????????

Gaman væri að fá að vita hvað þeir eru þungir, eiginlega hefur mér alltaf þótt svolítið óréttlátt að afar feitt fólk þurfi ekki að borga aðeins meira fyrir flugmiðana sína en mjóa fólkið.

Kem ég með ferðatösku sem að vegur meira en tuttugu kíló, þá er ég miskunnarlaust látin borga fyrir yfirvigt.


mbl.is Of þungir fyrir háloftin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin heim

Ég skrifa þetta í vinnunni, kom heim með eina tösku, pakkaði í aðra tösku, og fór eiginlega beint í vinnuna.

Átti samt eitt kvöld heima, og þá las ég öll jólakortin mín, og sá mér til mikillar gleði, að ég hafði ekki gleymt neinum, þegar að ég skrifaði mín, aftur á móti höfðu nokkrir gleymt mér, þessi blessaða fjölskylda mín heldur að ég vilji ekki fá jólakort þegar að ég er ekki heima yfir jólin, nema að þau séu farin að spara, það er jú kreppa.

Hér í vinnunni hjá mér erum við farin að sjá mikinn samdrátt, við höfum alltaf haft einhver ósköp af vörubílum með okkur, þessa dagana höfum við afar fáa, útlitið er ekki gott, verið er að breyta ferðum okkar, við eigum að liggja nokkra tíma á nóttunni, þetta hefur ekki skeð í manna minnum, og því miður erum við farin að óttast uppsagnir.

En hvað um það, í gær kom snjór, ekki það mikill að jörðin yrði hvít, en það er kalt, það er vetur í Svíaríki.

Ég kvaddi Spán og tengdadóttur mína með sorg í hjarta, hún og vinkona hennar drifu mig út á dansstað síðasta kvöldið, mér var komið á óvart með þessu, sat bara heima í gallabuxum og strigaskóm, búin að pakka betri fötunum niður í tösku, þá komu þær vinkonurnar og heimtuðu að fara út með kellinguna, og kellingin fór bara út eins og hún stóð, og áttum við skemmtilegt kvöld saman, mikið hlegið og mikið dansað, og það er enginn vandi að dansa í strigaskóm, svona ef að þið hélduð það.

Ég óska öllum góðs og skemmtilegs dags, hér í vinnunni finnum við lítið fyrir því að það sé öðruvísi dagur, en á morgun förum við heim.


Kaup á vændi................

Ekki veit ég hvort að ég hef rétt fyrir mér, en ég held að sannleikurinn sé sá að margir menn eigi erfitt með að ná sambandi við hitt kynið af ólíkum ástæður, það getur verið fötlun eða afskræmislegt útlit, eina leiðin fyrir þessa menn til að fá smáhlýju hjá hinu kyninu er að kaupa hana.

 Mannskepnan er nú einu sinni sköpuð með þessa blessaða náttúru. Og ef að það eru til konur sem að vilja aðstoða þessa menn mót þóknun er það þá ekki kaup og sala á milli tveggja fullorðinna aðila.

 Nú er ég ekki að mæla vændi bót, og alls ekki þar sem að neysla og drykkja hrekur konuna út í þessa atvinnu. Þetta er nú kölluð elsta atvinnugrein konunnar, einhver er nú ástæðan fyrir því.

Ég held að boð og bönn í þessum málum geri þetta allt saman verra, nær væri að vera með löglega staði undir lækniseftirliti.


mbl.is Kaup á vændi orðin ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið 2009 er komið hérna í Torreveija

Þá er fyrsti dagurinn á nýja árinu hálfnaður. Hér í Torrevieja er smá sól, rigning kom um hádeigið, lítið af fólki var á ferli þegar að ég fór í þessa daglegu gönguferð mína.

Götusóparar voru að sópa götur og gangstéttar bæjarins, enginn af þeim leit upp þegar að ég skálmaði fram hjá þeim, enda svo sem ekki mikið að sjá, hálf gömul kelling í gallabuxum og strigaskóm.

Reyndar mætti ég prúðbúnu fólki á leið í kirkjuna, undantekningalaust voru mennirnir í dökkum jakkafötum, sumir með hatta, nokkrar af konunum voru í stórum pelsum, jú þær eru í pelsum hérna í sumarblíðunni.

Í gær var haldið uppá gamlárskvöld að rússneskum sið, mikill og góður matur, tengdadóttirin var hakkandi og rífandi niður alla hugsanlega matvöru, og svo var stærðarinnar önd meistaralega steikt í ofninum, borðuð með blómkáli, eplum og gulrótum.

Ég bauð náttúrlega fram aðstoð mína, og sýndi margra ára leikni mína og kunnáttu í að skræla kartöflur.

Auðvitað var skálað fyrir nýju ári, tengdadóttir mín kom með tólf vínber sem að ég átti að borða og óska mér einhvers góðs á nýja árinu á meðan að klukkan sló tólf slög, auðvitað átti ég að ná því að éta þau öll og óska mér tólf óska, mér tókst nú bara að ná því að borða sex, en þá á ég að fá uppfylltar sex óskir, og ég er harðánægð með það. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband